26.9.02

Berglind er búin að komast að því að hún á góða vini sem vilja allt fyrir hana gera ( ekki að hún sé dekurspillt barbiedúkka:...ónei ónei..) Hún Berglind er einfaldlega svo elskuleg að það er ekki hjá því komist...það vilja bara allir dekra við hana ( kannski aumkunarverði svipurinn sem hún setur upp þegar hún á í vanda...nú eða tárin sem sjást í brúnu hvolpa augunum..hver veit).
En hef ég, Berglind, fyrir löngu komist að því að ég er ekki fullkomin : / Það var erfitt að horfast í augu við þær staðreyndir en þær eru
mismunandi vöggugjafirnar sem örlaganornirnar útdeila á fæðingardeildinni og í mínu tilviki gleymdist að setja in RTFM forritið ( Read The Fucking Manual ). Góðir vinir mínir hafa fyrir löngu meðtekið þennan einstaka hæfileika minn að lesa EKKI... ALDREI upplýsingabæklinga sem eiga að leiða mann í gegnum eitt og annað uns skilningi er náð. Þeir hafa tekist á þetta með miklum skilningi og sérstakri þolinmæði. Vil ég því tileinka...26.sept....þeim góðu og staðföstu einstaklingum sem hafa gert mér kleift að lifa raunverulegu lífi án RTFM forritsins .....án þeirra væri ég EKKERT!
26.september mun því hér með árlega vera tileinkaður "Vinum Berglindar"