19.1.07

:)
Hann klippti og klippti, 2cm af...4cm af...6 cm af!!! Klippi klippi klipp og hárið féll í gólfið. Og eina sem ég hugsaði...hmm..gat hann bara ekki klippt alla 12 cm af í einu og selt þá í hárkollu, nú eða ég fengið 12cm langa fléttu!

Ó nei... hver vill eiga 12cm af dauðu,aflituð og þurru hári - minning um hárið sem féll?

EKKI ÉG...ó nei...þarf sko enga minningu með SVONA FLOTTA GREIÐSLU...

ÞETTA ER ÆÐI! Ég er svo stolt af nýjasta besta hárgreiðslumanninum mínum sem stóð sig sko VEL í dag. Ég er með flotta bland í poka klippingu = Ég RÆÐ hvernig ég vil vera. Vil ég vera pönkari? Indíáni með burstakamp að framan? Taka það upp eða greiða það til hliðar? ( gæti haldið lengi áfram en læt staðar numið í upptalningu ).

Hárið er allt dökkt og klippt styttur. Liðir sem ég hef ekki séð í fjölda ára skarta sínu fegursta um þessar mundir og meiri að segja gyðingalokkurinn minn ( við vinstri vanga ) er kominn til lífs aftur! Húrra húrra!

Verð að hætta þessu og breyta um hárgreiðslu!( sú fimmta í kvöld ).

VARÐ AÐ BÆTA ÞESSU VIÐ!