3.7.06

Hið ljósa man hefur opnað fyrir mér nýjan heim!

Ég er alltaf að koma sjálfri mér á óvart með hversu eftirá ég raunverulega er...ég er yfirleitt mörgum ÁRUM á eftir fólki með að meðtaka strauma...fattarinn er í ágætu lagi ( held ég ) ég er ekki þröngsýn ( held ég ) bara einfaldlega ekki virk í straumnum...svona kannski frekar eins straumönd sem syndir gegn strauminum bara af því hún gerir það...okey okey um hvað er ég að tala??
Ég er t.d. að tala um ÞETTA... sem brynkusinn kynnti mér fyrir ekki alls fyrir löngu og ÞETTA....sem ég er búin að vera að hlusta á undanfarnar mínútur mér til mikillar skemmtunar!

Ég komst að því að ef ég vil fá svona glamúr í símann minn þá verð ég að fjárfesta í nýjum síma hið fyrsta. Minn sími er víst í útrýmingarhættu og telst ekki lengur með í flokki síma hér á landi.