19.1.07

Að vera eða vera ekki...
Eftir 10klst og 45 mínútur sest ég í stólinn og hann mun setja á mig svuntuna. Ég mun titra af skelfingu og fingurnir munu þrýstast inn í stólarmana líkt og ég vilji murka úr þeim lífið! ( jú stólarmar eiga sitt líf ). Hann mun segja; Berglind, slappaðu af, þetta verður ekkert svo slæmt þó þú fáir enga deyfingu. Ég mun tárast og segja; Æ...gerum þetta bara seinna, má ég ekki fara. Hann mun þrengja svuntuna fastar að hálsinum, teygja sér í skærinn og byrja að KLIPPA!

Já Berglind er að fara í sína FYRSTU KLIPPINGU í 9 ár! Ekkert, særa 2cm takk fyrir...nei..við erum að tala um KLIPPINGU!

Síðast er ég fór í klippingu kom ég út eins og Monica Lewinsky, þið sjáið áhættuna sem ég er að taka! Þar áður leit ég út eins og Nelly i Húsið á sléttunni...ég hreinlega skelf ...hver skyldi ég verða á morgun?