22.1.07

Júróvisjón?

Ég get ekki orða bundist! Hvað var eiginlega að gerast á RÚV Í FYRRADAG? Ég er miður mín yfir þessum fáránlegu lögum sem landar okkar buðu þjóðinni upp á. Það var ekki einu sinni EITT lag gott! Ekki einu sinni EITT lag allt í lagi, þau voru bara öll hrikalega slæm,HRIKALEGA SLÆM! Mér leið eins og við værum komin aftur til ársins 1983. Ég veit ekki hvort RÚV menn séu að launa okkur óþekktina í fyrra og ætla sér huldu höfði þetta árið í Finnlandi eða lagasmiðir landsins hafi einfaldlega fengið nóg og neitað að taka þátt.

Textarnir voru slæmir, lagatitlar ömurlega væmnir og svo OLD NEWS, bakraddir voru hallærislegar, söngurinn glataður ( meiri að segja mjög svo falskur í einu laginu sem komst áfram ), fatnaðurinn voða safe og danssporin...hvaða dansspor? Það var eins og verið væri að spara á ÖLLUM SVIÐUM. Í Júró SPARAR maður ekki, heldur teflir öllu fram og ýkir það ef eitthvað er!

Þetta lofar ekki góðu en þar sem enn er von þá ætla ég að reyna að hætta bömmernum því það þarf jú ekki nema eitt gott lag... Vonin er ekki alveg úti...

En í alvöru talað DÍSessKRÆST!