4.3.07

Pufff...
Þetta er búið að taka tímana tvo ( eða þannig ).
Búin að eiga í erfiðleikum með að komast inn á eigið blogg en ekkert getur stoppað mig núna þar sem ég hef öðlast aðgang að því á ný.

Í fréttum er þetta helst!

Gæsaveisla Emsunnar heppnaðist mjög vel enda haldið á sjálfan júródaginn svo auðvitað gat ekkert farið úrskeiðis.
Eftir hrikalega skemmtilegan tíma í magadansi með gæsinni og gæasavinkonum hef ég komst að því að ég ELSKA magadans og sé fyrir mér frama á því sviði. Það bíður upp á ALLT sem Berglindin þarf til þess að vera hamingjusöm.

Magahreyfingar og notkun á furðulegustu vöðvum sem ég vissi ekki að ég hefði.
Guðdómlega yndislega tónlist.
Glæsilegt glingur og glimmer búningar og síðast en ekki síst TÖFRABRÖGÐ MEÐ SLÆÐUM!

Ég er alvarlega að hugsa um að skella mér á námskeið um leið og mér gefst tími til þess.

Það er brjálað að gera, nýja vinnan tekur allan minn tíma og lokaverkefnið ....hmm..hvaða lokaverkefni...er í tímabundinni pásu.

AnnBenn gengið er búið að fjölga sér og hefur stór og stæltur strákur litið dagsins ljós, í vinahópnum er því staðan orðin....strákar= 5 stelpur=5... Þetta er æsispennandi leikur og nú bíða menn spenntir eftir niðurstöðu næstu tveggja bumbulína.
Það eru engin veðmál í gangi en ég tel að afrakstur BrynkusJónsEins hópsins verði stúlka og LillJónes hópsins verði stelpa...s.s...strákar 5 og stelpur 7 ...