31.7.06

Sumarið er tíminn...
Hingað til hefur sumarið verið hreint út sagt frábært! Leiðsögn er hreinlega besta starf í heimi! Öll sumur eru yfirfull af ævintýrum og góðum og slæmum lífsreynslum sem nýtast manni vel á því ferðaflakki sem lífið er.

Ég er hálfnuð með ferðirnar mínar og hnéið farið að gefa sig. Ég fékk að eyða 5 klukkustundum á sjúkrahúsinu í dag og eftir þukl of flottar myndatökur fékk ég nokkurn vegin eiginlega þannig sé úr því skorið að vinstri hnéskelin mín er vanþroskuð...litla greyið. En ég þarf að fara í frekari myndatökur sem ég hef eiginlega ekki tíma fyrir sökum hrikalegs skorts á spænskumælandi leiðsögumönnum.

Katan hefur staðið sig eins og hetja við eldamennsku og í fyrsta sinn á löngum ferli sem leiðsögukind þá heyrast engar kvartanir um íslenska eldamennsku að hálfu spánaverja og það er sko ánægjuleg tilbreyting ;) Hún hefur ekki bara staðið sig vel á bakvið eldunargræjurnar heldur haldið uppi fjöri með píanóspili og þjóðlegum söngi...s.s. hinn fullkomni kokkur!

Annars erum við systurnar búnar að upplifa ýmislegt á ferðabröltinu og fékk hún þann stórmerkilega heiður að lenda með mér í fyrsta rútuárekstrinum á starfsferlinum og vonandi þeim síðasta. Þar fengu hæfileikar hennar í að teipa plast í brotna afturrúðu að njóta sín svo og að þýða tjónaskýrslu sem var afar fagmannlega gert!

Annars er nýtt ferðalag framundan í fyrramálið án Kötunnar..sniff sniff en hennar verður saknað ógurlega.

Ég kveð í bili og held hölt og skökk í næsta ferðaflakk.