23.11.05

Jájájá...
Þetta er allt að koma. Var að ljúka einu verkefni og er að fara að byrja á öðru, gaman gaman gaman...

Annars fékk ég þá snilldarflugu í kollinn að hætta við fyrirhugaða lokaritgerð og einbeita mér að öðru verkefni í staðinn sem er miklu miklu miklu skemmtilegra...hugsi hugsi hugsssss...

Á ég að vera fræðileg í lokaverkefninu eða skemmtileg og reyna að SELJA hugmyndina mína?? Hugsið þetta og látið mig vita og næst er við hittumst mun ég deila SNILLDINNI með ykkur.

Annars er ég farin að hlakka til 3.des, 10.des og 8.jan því þá ætlum við mútta að skella okkur á tónleika!!! Við erum þvílíkt góðar þessa dagana og gerum vart annað en að splæsa fullt af peningum í skemmtanir.

Við fórum á tónleika Rinascente 15. nóvember sem var bara gaman. Enda dívan sjálf í stóru hlutverki þar ásamt frænku.
Þriðja des á að fara að líta á sjarmatröllið Cortes og hlýða á vonandi ljúfa tóna.
Tíunda des verða Dívurnar sóttar í Höllina,jólastemming beint í æð og svo....
Áttunda jan verður besti kammerkór HEIMSINS í Langholtskirkju og við erum sko komnar með miðana í hendurnar enda frænka og dívan aftur á ferðinni þar.

Nú svo verða án efa tónleikar hjá Brylla rétt fyrir áramótin svo það er bara nóg að gerast hjá minni.....

Jájá það má láta sig dreyma um ljúfa tíma sem MUNU líða í garð fyrr en síðar...en aftur að námsefninu...gúdbæ