9.11.02

Heil og sæl


Þá er komið að sjöunda og næstsíðasta opna upplýsinga- og baráttufundinum um
fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir á hálendi Íslands, laugardaginn 9.
nóvember. Sem fyrr fer fundurinn fram á efri hæð Grand Rokk, Smiðjustíg 6 og
er markmið fundarins að efla umræðuna og veita fjölbreyttar upplýsingar.
Dagskrá fundarins fylgir hér að neðan og eru gestir hvattir til að mæta
tímanlega.

DAGSKRÁ OPINS UPPLÝSINGA- OG BARÁTTUFUNDAR 9. NÓVEMBER:

14.30 Júlíus Sólnes, prófessor við verkfræðideild HÍ, ,,Er Kárahnjúkavirkjun
skynsamleg framkvæmd?”
15.00 Septettinn Norðurhjaratröllin tekur lagið
15.30 Jón Ólafsson, prófessor í Hafefnafræði, fjallar um efnið ,,Gerist
eitthvað í hafinu verði af Kárahnjúkavirkjun?”
16.30 Andri Snær Magnason rithöfundur talar
17.30 Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari og Monika Abendorth hörpuleikari
flytja tónlist.

Jamm...enn og aftur spyr ég...hvar verður ÞÚ ??? !!!!.....