Fréttatilkynning
Verjum Þjórsárver
Baráttufundur í Austurbæjarbíói Mánudaginn 4.nóvember kl 20:30
Falcon Scott og kona hans Jane verða heiðursgestir á fundi sem
áhugahópur um verndun Þjórsárvera heldur í Austrbæjarbíó
mánudaginn 4.nóvember kl. 20.30.
Þar verða m.a. annars sýndir valdir kaflar úr mynd
Sir Peter Scott, haldið stutt fræðsluerindi um verin og áhrif
fyrirhugaðra framkvæmda á þau, auk þess boðið verður upp á skemmtiatriði
af ýmsu tagi.
Fundarstjóri: Halla Guðmundsdóttir frá Ásum
Hver á sér fegra föðurland?
Flutt af Árnesingakórnum,
stjórnandi Gunnar Benediktsson
Ávarp -
Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor
Ávarp
Heiðursgestur fundarins
Falcon Scott frá Bretlandi
Brot úr kvikmynd um Þjórsárver
Þulur :Kristinn Haukur Skarphéðinsson
Sólarljóð:
Baldvin Halldórsson, leikari
Náttúruöflin virkjuð:
Jón Rúnar Arason óperusöngvari
Mál og mynd:
Guðmundur Páll Ólafsson, náttúrufræðingur og rithöfundur
Ávarp: Sigþrúður Jónsdóttir
Kynslóðirnar kallast á
Hljómsveit eldri borgara og rappari ungu kynslóðarinnar
stilla saman strengi
Lokasöngur
Í anddyri Austurbæjarbíós verða á boðstólum léttar veitingar og lifandi
tónlist fyrir og eftir fund
Fjölmennum og sýnum samstöðu í verki.
Falcon Scott, sonur hins þekkta listamanns og náttúrufræðings,
Sir Peter Scott, kemur hingað til lands á föstudag í boði áhugahóps um
verndun Þjórsárvera. Hann mun heimsækja Þjórsárverin og hitta að máli
heimafólk. Heimsókn hans líkur á mánudagskvöld með almennum borgarafundi
í Austurbæjarbíói þar sem m.a. verður sýnd einstök heimildarmynd föður
hans um verin frá því fyrir hálfri öld.
Falcon Scott hefur haldið á lofti merki föður sins og afa en þeir voru
heimskunnir náttúrfræðingar og listamenn. Afi hans var Suðurskautafarinn
Robert Falcon Scott, sem lést í pólferð sinni árið 1912. Sir Peter Scott
var einn kunnasti fuglafræðingur Bretlandseyja og víðfrægur
fuglamálari. Auk þess að vera einn þekktasti fuglamálari sem uppi hefur
verið og frumkvöðull í gerð náttúrulífskvikmynda, stofnaði Sir Peter
samtökin Wildfowl & Wetlands Trust, sem nú reka fjölmörg friðlönd fyrir
andfugla á Bretlandseyjum.
Sumarið 1951 hélt Sir Peter í leiðangur til Þjórsárvera ásamt Finni
Guðmundssyni fuglafræðingi, James Fisher fuglafræðingi og Hreppamanninum
Valentínusi Jónssyni. Um þessa ferð rituðu þeir Scott og Fisher bókina
Þúsund gæsir og gerðu heimildarmynd sem er ein elsta náttúrulífsmynd sem
tekin hefur verið á Íslandi. Þeir könnuðu heiðagæsabyggðirnar í
Þjórsárverum fyrstir manna og komust að því að þar væri stærsta
heiðagæsabyggð í heiminum. Rannsóknir þessar lögðu síðar grunninn að
þeirri alþjóðlegu viðurkynningu sem verin njóta og sannfærðu ráðamenn á
Íslandi á sínum tíma um réttmæti þess að friða Þjórsárverin.
Eins og kunnugt er af fréttum eru uppi áform um að sökkva hluta
Þjórárveranna undir uppistöðulón fyrir vatnsaflsvirkjun. Hópur
heimamanna og annara áhugamanna um verndun Þjórsárvera hefur hafið
skipulagða baráttu gegn þessum fyrirætlunum. Heimsókn Falcon Scott er
liður í þeirri baráttu.
f.h. Áhugahóps um verndun Þjórsárvera
Ég ætla að mæta í Austurbæjarbíó á mánudaginn .......hvar verður ÞÚ?
<< Home