31.1.03

22 mínútur og 20 sekúndur...


Ég fór út í matvörubúð um daginn ( ein af þessum 10-11 eða 11-10 eða 11-11 eða hvað þær nú heita)......en allavega..alltaf gaman að fara út í búð....kom mér þægilega fyrir í bílastæðinu mínu en ég varð ekkert smá hlessa þegar ég sá risastórt skilti á veggnum beint fyrir framan mig þar sem á stóð EINKASTÆÐI 10-11 eða 11-10 eða 11-11...hámark 30 mín.....!!!!!......Ég hef nú aldrei lent í þessu fyrr ....HÁMARK 30 MÍN....
Ég sat lengi í bílnum mínum ( þar fóru 8 mín ) áður en ég ákvað að skrifa allt niður ( 5 mín ) sem ég ætlaði að kaupa svo ég yrði ÖRUGGLEGA ekki lengur en sá tími sem mér var gefinn fyrir verslunarleiðangurinn.....
Ég þaut inn í búðina ( 20 sek ) greip körfu föstum tökum og hljóp sem óð manneskja út um alla búð í þeirri von um að verða á undan eeh...löggunni???..."stöðumælaverðinum"???....vonda afgreiðslumanninum??...nú eða...bílnum sem yrði látin fjarlægja mig??? og tókst að gera þetta allt saman á 9 mín...sem er MET......8+5+9+20sek=22 mín og 20 sek...hjúkkit fyrir mig....

Það sem mér fannst enn furðulegra er að þessi búð mín er staðsett í einangruðu umhverfi ( s.s. engar aðrar búðir í nánd sem ræna af þeim bílastæðum). Ég persónulega er ekki þessi skilta manneskja...þoli ekki skilti og finnst mörg hver frekar asnaleg...ég er meira svona face to face person....en þetta er víst atvinnuskapandi....

Núna ætla ég ALLTAF....ALLTAF... að útbúa lista áður en ég fer út í búð....og jafnvel...jafnvel....er ég að íhuga að skilja bílinn minn bara eftir heima...