4.2.03

Bjargvættar og óhappasögur Berglindar..halda áfram.....


Það er STÓR plús að eiga fasteign á hjólum sem er alltaf að klikka....Bíldruslan mín hún Grásleppa öðru nafni "Grey gett'away" klikkaði nú um helgina sem er í raun og veru ekkert nýtt...nema..jú....allt í einu eru farnir að skjótast fram úr skúmaskotum hinir og þessir bjargvættir ( KARLMENN .....og já myndarlegir...hjálpsamir og ótrúlega miklir herramenn....) Mig langar eiginlega ekkert að fara með hann í viðgerð.....og hef ég nú ákveðið að þetta verði mín hössl aðferð í framtíðinni ( varnarlausa konan í bílnum sem bilar ) ég sé tækifæri á þeim markaði :Þ
Í þetta sinn var það ekki dökkhærði draumaprinsinn á hvíta hestinum heldur ljóshærðu þríburarnir á flotta kagganum...sem var ekkert verra....eiginlega bara mjög ljúft.. já..ehmmm...nóg um það...

Hér sit ég ein heima við tölvuna mína búin að hringja út um allan heim í allan dag til þess eins að hafa ofan af fyrir mér þar sem ég ...má eiginlega ekki GANGA!!!!!.....jamm....Ég er hölt sem..."eitthvað".....
Vesenið hófst á lau-kvöld...en þá tók ég allt í einu upp á því að fara að haltra ....

Ástæða????? veit ekki...ég datt ekki..ég rak mig ekki í ..ég missti ekkert ofan á fótinn...og NEI ég var ekki full......ástandið versnaði með kvöldinu og eftir miðnætti gat ég vart stigið í fótinn....Sunnudagurinn var ekkert betri svo ég endaði á því að fara upp á bráðamóttöku ( E.R ) þar sem ég fékk að hafa ofan af fyrir mér í klukkustund ( horfði á leik Króata og Þjóðverja ( hélt með Króötum ;) sem ég hefði annars ekki séð þar sem ég átti að vera í vinnunni ...glæsilegt ;Þ ) en allavega...eftir klukkutíma BIÐ tók Glókollur á móti mér.....ljóshærði læknirinn ( þessi guðdómlega fallegi og skemmtilegi með giftingahringinn..!!! einmitt hann ;) ) en hann s.s. rannnnnnnnnnsakaði mig...og sendi mig í hjólastól upp í myndatöku ...sem var furðuleg tilfinning...þ.e.. að sitja í hjólastól.......

Þegar myndirnar höfðu framkallast var ég send aftur niður í faðm hins guðdómlega og hann færði mér þær fréttir að ég væri allavega EKKI brotinnnnnnnn.....EN...ég gæti verið..illa tognuð.....með snúna taug??? eða....með VÍRUS Í RISTINNI.... ( hver fær svoleiðis???? ) nú......eða með hrörnun í tábergi?????!!!!!! (ehh..einmitt ...en sem betur fer sagði hann mér með sinni blíðu röddu að það væri frekar ólíkegt ;) ég trúi honum )

Hann sendi mig því heim með fullt af pillum sem ég er núna að maula ( fullt starf!!! ) í von um að FYRIRBÆRIÐ lagist....sem ég vona svo sannarlega að það gerist hið fyrsta þar sem næstu dagar eru vel planaðir hjá mér svo og helgin!!!.....

Ég er s.s. í VEIKINDAFRÍI.......og má ekki GANGA.......sem er BARA leiðinlegt...og ömurlegt og frekar glatað....og já mér HUNDLEIÐIST......Búin að lesa allar bækurnar í húsinu..hlusta á alla diskana mína.....spila lúdó við sjálfa mig svo og Scrabble...ráða allar krossgátur sem ég átti og jú...hringja í ALLA sem ég þekki sem búa úti í útlöndum ( nema Marý...verð að hafa eitthvað að gera á morgun ...þetta verða mér dýr veikindi...)

Ég meiri að segja svindlaði og fór haltrandi út í apótek til þess að kaupa fleiri pillur.... ( en gerði ég það aðallega til þess að sjá fólk!!...og jú ég pantaði pítsu og fékk þá að tala við pítsasendilinn sem var fínt ( kannski það verði kínverskt á morgun ;)

Þið sem lesið þetta megið endilega koma með uppástungur um afþreyingu fyrir mig...því ég kvíði morgundeginum.. ;( sniff.....og vil eiginlega ekki hringja fleiri útlandarsímtöl.......

Jæja...jamm...nóg í bili....ég og minn aumi fótur kveðjum að sinni......