7.10.02

LEIÐARVÍSIR Í ÁSTAMÁLUM - Fyrir ungar stúlkur - Madam Tobba
Kafli 6 - Göngulagið

" er einnig vert að vanda,því að það er hörmulega ljótt að sjá fríðar konur hafa ljótt göngulag: bognar í baki, hoknar í hnjáliðum,þramma áfram áhyggjufullar - á skökkum og skældum stígvélum, - eins og allar skuldir höfuðstaðarins hvíldu á herðum þeirra ( hmm...í dag eru það allar skuldir heimsins...). Sumar tifa ótt og títt eins og vasaúr, aðrar róa fram og aftur ( um herðarnar ) eins og hlaupastelpa í rokk ( ahahahah....það er ekki að vera að tala um pönkrokkarastelpur sem trimmar! ). Þú skalt ganga stilt og rólega með jöfnum skrefum samstíga þeim sem þú gengur með, en vingsaðu höndunum eigi mikið,því þú getur þá barið náunga þinn á götunni,
ef fjölmennt er úti....." ( ; ) dásamlegt...

Kafli 7 mun fjalla um hina ógurlegu hefð kvenna að " Lita andlitið" ....ó vei ó vei..... góður kafli það!