11.2.05

Er ég báslaus belja...?
Furðulegt hvernig við mannverurnar þurfum alltaf að vera að hola okkur/eða aðra niður í ákveðna ,,bása”....jamm BÁSA...Við tökumst á við ólík hlutverk daglega svo sem að vera börn foreldra okkar, barnabörn, systkin, vinir, makar,vinnufélagar, skólafélagar, kunningjar,o.s.frv... og þar með erum við ósjálfrátt staðsett í ákveðnum básum. Það eru til dæmis til foreldrabásar, parapásar, jeppabásar og svo má nú ekki gleyma aðal básnum sem er aldursbásinn...
Um daginn komst ég að því að ég er í frekar glötuðum bás...ja eða jafnvel bara básalaus. Ég er kona einsömul, án barna, á ekki eigið húsnæði né bíl (JEPPA...hint hint...) og ekki er ég í 100% vinnu... Sökum aldurs þykja mín hlutskipti frekar básaóvæn. Vegna alls þessa fæ ég ekkert alltaf að leika mér með ólíkum básabeljum...sem er frekar glatað....Það vill nefnilega oft verða þannig að beljur sem eiga eitthvað sameiginlegt hópa sig saman....í bása.....
Jæja þessar fáu sálir sem hafa nennt að lesa pistilinn eru eflaust að velta fyrir sér hvaða belju og básatal þetta sé eiginlega á mannskepnunni henni Berglindi en þannig er mál með vexti að ég er að uppgötva að með hverjum deginum sem líður þá er ég að fjarlægast hina ýmsu bása. DÆMI...okey...alveg sjálfsagt...hér koma nokkur.

Vinahópurinn minn fjölgar sér svo ört að ég er löööngu búin að heltast úr lestinni hvað varðar bleyjuskipti,pelamjólk,leikskólavandræði,húsnæðiskaup,matarinnkaup fyrir fleiri en einn o.s.frv... Mín hversdagsleg verkefni snúast meira um það að komast lífs af í þessu þrælanámi mínu, mæta í vinnu á réttum tíma og narta í ristað brauð... Svo það er augljóst að þarna mætist beljur í ólíkum básum.

Innan þessa sama vinahóps eru jeppakarlar og jeppakerlingar...ég er meira svona kerling svo ég á lítið sameiginlegt með áhugamálinu vegna eins stórs vandamáls hvað það varðar....Mín á ekki jeppa!. S.a...rangur bás fyrir Beggu belju ... og gömlu góðu vinkonurnar týndar og tröllum gefnar : Þ búnar að hreiðra um sig í BÁSNUM.

Í vinnunni á ég ekki mikla samleið með annars yndislegum samstarfsfélögum, enda lítið um fólk hittist eftir vinnu þar sem allir í dag eru í fjölskyldubásnum.

Í skólanum er klikkað að gera og flestir í þessum margumtalaða fjölskylduBÁS sem MÍN er einmitt ekki í. Svo það er frekar lítið um að við námsfélagarnir hittumst til annarra hluta en að sinna fjölda verkefna sem hellt er yfir okkur. S.s. saman í pás í verkefnavinnu en að henni lokinni þá snúa allir í sinn rétta bás eins og vel upp aldar beljur....Það er ekkert svo sem rangt við það...en ég bara finn engan í minn bás...svo þar má ég kúra ein fúl.

Hmm...p.s...Kannski er ég meira þessi lífrænt ræktaða belja en þær eru jú báslausar...jamm ætli það ekki bara....Hér með auglýsi ég eftir lífrænt ræktuðum beljum sem eru til í að spranga um og óþekkast...jafnvel heimsækja og hrekkja beljurnar í básunum ;)

Jæja... þessu bása og beljubauli er hér með lokið...