3.11.04

Forsetakosningar
Það var glaumur og gleði í gærkveldi í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu þar sem Bandaríska sendiráðið stóð fyrir kosningavöku. Sem tilvonandi ,,fréttamaður" mætti ég auðvitað á svæðið ásamt samnemendum mínum og áttum við þar frábæra kvöldstund.
Mér leist ekkert á blikuna í fyrstu þegar ég kom að en svartklæddur öryggisverður með SVÖRT SÓLGLERAUGU ( kl var 22:15....mjööög dimmt) tók á móti mér og skannaði listann....jú jú...Berglind hafði haft vit á því að skrá sig í tæka tíð.

Nú þegar inn kom þá fékk maður stemminguna beint í æð. Húsið var allt skreytt í usa fánalitum,blöðrur,veifur,borðar,skraut,glimmer og glamúr...annað eins hef ég ekki séð á ævi minni. Þessi vaka sló út allar aðrar vökur sem ég hef sótt og hafa þær nú verið margar ;) víðs vegar að úr heiminum....

Sendiráðið kann sko að halda boð...út um allt voru borð yfirfull af alls konar Bandarískum kræsingum,súkkulaðikökur,matur,snakk,grænmeti,kleinuhringir,vín,bjór,kók,kaffi...ég gæti haldið áfram vel og lengi...það var nægur matur til þess að fæða alla Garðbæinga í 2 daga ( en það er mikill matur). Áður en ég vissi af var ég komin með rauðvínsglas í hendi og í hörkusamræður við ókunnugt fólk.

Pallborðsumræður hófust fljótlega og sannaði Gísli Marteinn enn og aftur hversu snilldarlega fær fréttamaður hann er,líflegar og skemmtilegar umræður enda allir viðmælendur með Budweiser bjór í hendi í stað vatns ( ánægjuleg tilbreyting það og fín auglýsing).
Fyrir aftan pallborðið hafði verið komið stærðarinnar skjá þar sem gestir fengu svo að fylgjast með þróun mála í usa. Það var frekar flókið ferli og erfitt að setja nokkurn skilning í tölur ( í fyrstu ) ... en með pásum inn á milli ( þar sem svolgrað var í sig meiri vökva ) þá jókst skilningurinn til muna.

Ferðinni var svo haldið heim á leið að ganga 02...enda líka farin að heyra í bjórflöskum detta og rauðvíni sullast ( verst hvað Íslendingar þurfa alltaf að ,,KLÁRA" veislur )

En þar sem ég var svo ofvirk eitthvað þegar heim var komið ( eflaust eftir allt brokkolíátið) þá hélt ég mína eigin kosningavöku þar til ég sofnaði út frá skrítnu blaðri í gráhærðum karli.

Einstaklega gaman og áhugavert kvöld og vil ég þakka sendiráði Bandaríkjanna kærlega fyrir gestrisnina.