Á veraldarflakki
Ótrúlegt hvað þessi netheimur er lítill!
Ákvað að gera smá tilraun og hún tókst.
Tilraunin gekk út á nokkuð sem maður gerir ansi oft þegar maður hittir fyrir nýja manneskju.
Það er að finna einhvern einstakling sem við þekkjum sameiginlega. Veit ekki afhverju þetta er gert...eflaust eitthvað í íslensku genunum. Nú leið mín lá inn á síðu Ásu Láru og þaðan yfir á síður brósa hennar. Á þeirri síður fann ég áhugavert nafn hennar Ljúfu sem átti link inn á Nornasveiminn og þar sem ég hef alltaf talist til norna þá lá leiðin beint þangað inn. Þar hitti ég fyrir ansi áhugaverðan erkióvin framsóknarmanna sem gladdi mitt litla hjarta enda ætti sá flokkur að vera löngu afskrifaður. Nú Hnakkus hafði link inn á Þrengslin sem var ansi áhugavert nafn og því tilvalið að forvitnast frekar um þann einstakling og hvað fann mín þar....jújú...link inn á gömlu vinkonuna hana Hallveigu!!!.....Já! missjön acomplíst....Voða kát með þessa merkilegu tilraun á föstudagsnóttu komst ég að því að þetta væri í raun og veru helv...langur listi ( miðað við ættartengls og höfðatölu þessa ástkæra skers) og ég var viss um að ég hlyti að finna einhvern sem ég þekki í færri tilraunum. En þar sem klukkan var orðin ANSI margt þá lét ég staðar numið í þetta sinn. Ég mun ótrauð halda áfram þessari tilraunastarfssemi minni og tileinka næstu helgi frekari vettvangsferð á netinu í leit að kunnugum sálum.
s.s. Túbícontinjúd pistill.....
Ótrúlegt hvað þessi netheimur er lítill!
Ákvað að gera smá tilraun og hún tókst.
Tilraunin gekk út á nokkuð sem maður gerir ansi oft þegar maður hittir fyrir nýja manneskju.
Það er að finna einhvern einstakling sem við þekkjum sameiginlega. Veit ekki afhverju þetta er gert...eflaust eitthvað í íslensku genunum. Nú leið mín lá inn á síðu Ásu Láru og þaðan yfir á síður brósa hennar. Á þeirri síður fann ég áhugavert nafn hennar Ljúfu sem átti link inn á Nornasveiminn og þar sem ég hef alltaf talist til norna þá lá leiðin beint þangað inn. Þar hitti ég fyrir ansi áhugaverðan erkióvin framsóknarmanna sem gladdi mitt litla hjarta enda ætti sá flokkur að vera löngu afskrifaður. Nú Hnakkus hafði link inn á Þrengslin sem var ansi áhugavert nafn og því tilvalið að forvitnast frekar um þann einstakling og hvað fann mín þar....jújú...link inn á gömlu vinkonuna hana Hallveigu!!!.....Já! missjön acomplíst....Voða kát með þessa merkilegu tilraun á föstudagsnóttu komst ég að því að þetta væri í raun og veru helv...langur listi ( miðað við ættartengls og höfðatölu þessa ástkæra skers) og ég var viss um að ég hlyti að finna einhvern sem ég þekki í færri tilraunum. En þar sem klukkan var orðin ANSI margt þá lét ég staðar numið í þetta sinn. Ég mun ótrauð halda áfram þessari tilraunastarfssemi minni og tileinka næstu helgi frekari vettvangsferð á netinu í leit að kunnugum sálum.
s.s. Túbícontinjúd pistill.....
<< Home