Jahérna hér...
Þessu hefði ég nú aldrei trúað. Pár mitt um óléttu hefur heldur betur undið upp á sig. Í fyrsta lagi þá fjölgar bumbunum óðfluga og er ég hrædd um að ég hafi komið af stað einhvers konar tískubylgju!
Við skulum byrja á byrjuninni.
Landflóttaferðaundrið Marý og bumbueigandinn Brynka fara á slóðir Freud gamla og telja undirmeðvitund mína vera að reyna að koma ákveðnum skilaboðum áleiðis um að ég vilji fara að fjölga mér. Litla systir nr 2 svarar þeirri spurningu ágætlega. Frekar smeik um að vinkonurnar séu að koma fyrir óæskilegum hugsunum í hugarbú mitt bendir hún á að án eiginmanns eigi engin kona að hlaða niður börnum!
Vitnað er í systur nr 1 sem heldur því fram að ég sé það kröfuhörð að enginn karlmaður sé nógu góður. Bumba nr 2 telur mig vera öfundsjúka....
Í fyrstu virðist húsmóðirin í vesturbænum ætla að halda sér á grænum grundum og biður mig að taka þessu með gleði og ró, bíður mér jafnframt börn sín. Svo nær tískufárið tökum á henni og hún hefur áhyggjur á því að vera ekki inn og bendir mér á ískaldan frostpinna á netinu sem Bumba nr 1 segist vera búin að panta fyrir mig!!!!
Samantekt
Ég er óeðlilega kröfuhörð á karlmenn, dauðöfundsjúk út í bumbukonur, undirmeðvitund mín þyrstir í barnseignir og eina færa leiðin fyrir mig til þess að svala þeim þörfum er að panta sæði á netinu!!....
Svör við samantektum
Ég er EKKI óeðlilega kröfuhörð á karlmenn, samkvæmt frétt Stöðar 2 í gærkvöldi þá er ég víst ALLT OF GÁFUÐ svo karlmenn hræðast mig.
Ég er EKKI öfundsjúk út í bumbueigendur heldur finnst mér bara komið nóg af þessum óskapnaði og hef ég miklar áhyggjur af fjárútlátum er bumbubúar koma í heiminn.
Undirmeðvitund mín þyrstir EKKI í barnseignir. Ég er svo upptekin af eigin sjálfi að ég efast stórlega um að það sé nokkurt pláss fyrir slíkar hugsanir.
Ég NEITA að taka við frostpinnanum sem Bryndís er búin að panta. Hingað til hef ég valið mínar bragðtegundir!!!! Svo Brynka þú getur bara étið hann sjálf :Þ
En ástæða fyrir þessu óléttupári var náttúrlega fyrst og fremst áhyggjuefni mitt af eigin sjálfi þar sem ég virðist vera óeðlilega næm á annarra manna bumbur. Ég tek á mig öll andleg og líkamleg einkenni barnshafandi konu eins og fram hefur komið í fyrri pistli um þetta merkilega viðfangsefni.
Allt í einu er ég farin að taka þátt í hrikalegum óléttusamræðum um mjólkurkirtla,bleyjuskipti,bakverki,kerrukaup....án þess að hafa vilja það.
Bara leiðist út í alls konar rugl sem mig langaði ekkert að leiðast út í.
T.d í skólanum í dag þá var ég allt í einu komin í þær aðstæður þar sem verið var að reyna að komast að því hversu mörg börn ég ætti eftir að eiga!!!!
Leikurinn gekk út á það að ég átti að slíta hár úr eigin höfði og renna uppá það hring. Mér fannst ég vera komin inn í Búkollusögu...Taktu hár úr hala mínum...og tilneydd (vegna bumbukvenna sem vildu endilega fá að vita hversu mörg börn ÉG mun eignast) þá náttúrulega framkvæmdi ég verknaðinn. Sleit hár úr mínu fallega makka og vippaði hringnum uppá. Hringnum var haldið yfir handleggnum mínum. Hann sveigðist í marga marga marga hringi (en það þýðir víst að frumburðurinn verður stelpa( og svo hreyfðist hann fram og aftur á fullri ferð (Það þýðir strákur, kraftmikill). Og hver er það sem finnur uppá svona LEIKJUM???? Aha...Bumbukonur...stórhættuleg fyrirbrigði...og ÉG ER UMVAFIN ÞEIM!
hjálp!
Þessu hefði ég nú aldrei trúað. Pár mitt um óléttu hefur heldur betur undið upp á sig. Í fyrsta lagi þá fjölgar bumbunum óðfluga og er ég hrædd um að ég hafi komið af stað einhvers konar tískubylgju!
Við skulum byrja á byrjuninni.
Landflóttaferðaundrið Marý og bumbueigandinn Brynka fara á slóðir Freud gamla og telja undirmeðvitund mína vera að reyna að koma ákveðnum skilaboðum áleiðis um að ég vilji fara að fjölga mér. Litla systir nr 2 svarar þeirri spurningu ágætlega. Frekar smeik um að vinkonurnar séu að koma fyrir óæskilegum hugsunum í hugarbú mitt bendir hún á að án eiginmanns eigi engin kona að hlaða niður börnum!
Vitnað er í systur nr 1 sem heldur því fram að ég sé það kröfuhörð að enginn karlmaður sé nógu góður. Bumba nr 2 telur mig vera öfundsjúka....
Í fyrstu virðist húsmóðirin í vesturbænum ætla að halda sér á grænum grundum og biður mig að taka þessu með gleði og ró, bíður mér jafnframt börn sín. Svo nær tískufárið tökum á henni og hún hefur áhyggjur á því að vera ekki inn og bendir mér á ískaldan frostpinna á netinu sem Bumba nr 1 segist vera búin að panta fyrir mig!!!!
Samantekt
Ég er óeðlilega kröfuhörð á karlmenn, dauðöfundsjúk út í bumbukonur, undirmeðvitund mín þyrstir í barnseignir og eina færa leiðin fyrir mig til þess að svala þeim þörfum er að panta sæði á netinu!!....
Svör við samantektum
Ég er EKKI óeðlilega kröfuhörð á karlmenn, samkvæmt frétt Stöðar 2 í gærkvöldi þá er ég víst ALLT OF GÁFUÐ svo karlmenn hræðast mig.
Ég er EKKI öfundsjúk út í bumbueigendur heldur finnst mér bara komið nóg af þessum óskapnaði og hef ég miklar áhyggjur af fjárútlátum er bumbubúar koma í heiminn.
Undirmeðvitund mín þyrstir EKKI í barnseignir. Ég er svo upptekin af eigin sjálfi að ég efast stórlega um að það sé nokkurt pláss fyrir slíkar hugsanir.
Ég NEITA að taka við frostpinnanum sem Bryndís er búin að panta. Hingað til hef ég valið mínar bragðtegundir!!!! Svo Brynka þú getur bara étið hann sjálf :Þ
En ástæða fyrir þessu óléttupári var náttúrlega fyrst og fremst áhyggjuefni mitt af eigin sjálfi þar sem ég virðist vera óeðlilega næm á annarra manna bumbur. Ég tek á mig öll andleg og líkamleg einkenni barnshafandi konu eins og fram hefur komið í fyrri pistli um þetta merkilega viðfangsefni.
Allt í einu er ég farin að taka þátt í hrikalegum óléttusamræðum um mjólkurkirtla,bleyjuskipti,bakverki,kerrukaup....án þess að hafa vilja það.
Bara leiðist út í alls konar rugl sem mig langaði ekkert að leiðast út í.
T.d í skólanum í dag þá var ég allt í einu komin í þær aðstæður þar sem verið var að reyna að komast að því hversu mörg börn ég ætti eftir að eiga!!!!
Leikurinn gekk út á það að ég átti að slíta hár úr eigin höfði og renna uppá það hring. Mér fannst ég vera komin inn í Búkollusögu...Taktu hár úr hala mínum...og tilneydd (vegna bumbukvenna sem vildu endilega fá að vita hversu mörg börn ÉG mun eignast) þá náttúrulega framkvæmdi ég verknaðinn. Sleit hár úr mínu fallega makka og vippaði hringnum uppá. Hringnum var haldið yfir handleggnum mínum. Hann sveigðist í marga marga marga hringi (en það þýðir víst að frumburðurinn verður stelpa( og svo hreyfðist hann fram og aftur á fullri ferð (Það þýðir strákur, kraftmikill). Og hver er það sem finnur uppá svona LEIKJUM???? Aha...Bumbukonur...stórhættuleg fyrirbrigði...og ÉG ER UMVAFIN ÞEIM!
hjálp!
<< Home