21.9.05

Vetrardrottning
Esjan orðin hvít og haklél og það á sama degi!!
Ég er ekkert smá spennt fyrir vetrinum enda er ég vetrardrottning skammdegisins*
En þó ég elski vetur og sér í lagi snjó þá er ég ekki mikil skíðamanneskja.

Það er ekki það að ég sé eitthvað léleg. Nei nei nei...ég bara ólst ekki upp á skíðaheimili og hef bara farið tvisvar á skíði.

Í fyrra skiptið ákvað múttan að við systurnar skyldum fá okkar skíðamenntun í Kerlingafjöllum. Svo þangað var haldið í rútu syngjandi kát og glöð. Sú helgi var ógleymanleg og stóð ég mig eins og hetja í barnabrekkunni.

Nú seinna skiptið var mín ákvörðun!!! Ég fór samt ekki alveg ein, með einhverjum vinum sem skildu mig eftir...en okey...Ég ákvað bara að skella mér beint í stólinn og sýna mig og sjá aðra uppi á ,,fjalli" --- í þetta sinn, engar barnabrekkur TAKK FYRIR...

Ég var hrikalega sæt í eiturbleikum KIZZ snjógalla með þröngu belti og svartri og silfurlitaðri stjörnu á öxlunum. Mér fannst ég ÞVÍLÍKT FLOTT og fitta vel á meðal ,,skíðara,, í Bláfjöllum. Nú ég skellti mér í stólinn en fannst skíðastafirnir eitthvað þvælast fyrir mér svo ég skildi þá bara eftir...ekki málið.

Nú þegar ég var komin upp á ,,tindinn,, sá ég að flestir voru með stafi og virtust hafa not fyrir þá. En það þýddi ekkert að pæla frekar í því. Svo ég bara brunaði niður brekkuna og datt ekki EINU SINNI!!!! Kúl og flott eins og vetrardrottning....that's me....

jAMM...Þar með líkur þessari hetjusögu af mér ;)

Vetrardrottning skammdegisins grýlutárum grét
Gaddfreðinni jörðinni hún veðurofsa hét
Feldi síðan niður frostkallt hret
Fannbreiðu á hörund landsins lét

Hún sagði...
* Höf: Brynjar

Viljið þið heyra meira ????????