23.10.05

ÉG HEF SKOÐUN...

Frá og með 8 desember verður opið í Kringlunni frá 10-22. Opið verður á aðfangadag og gamlársdag frá 10-13.

Nei þetta er ekki auglýsing um opnunartíma. Eins og fyrirsögn ,,pársins,, gefur til kynna þá HEF ÉG SKOÐUN á fyrirhuguðum opnunartíma...

Hvað er eiginlega AÐ? Ég get vel skilið að fólk sem vinnur til 17:00 eða 18:00 á daginn þurfi eflaust fleiri daga en tvo daga í viku ( helgar ) til þess að kaupa jólagjafir. En þarf virkilega að ganga á göflunum. Jólin koma árlega og það meiri að segja á sama tíma! En það er alltaf eins og fólk vakni upp við vondan draum, tjúni sig upp og brjálist yfir tímaleysi, skundi í búðir og tryllist. Hvað er fólk eiginlega að gera hina 11 mánuði ársins!

Fyrir mér hafa jólin (desembermánuður) verið yndislegasti tími ársins. Myrkur,snjór,vont veður ( í den )kertaljós og kósíheit. Ég byrja að kaupa jólagjafir í janúar og dreifi þeim ágætlega út árið. Skrifa kortin í byrjun desember og nýt þess að vera til. Fer í bæinn og fæ mér heitt kakó og labba upp og niður laugaveginn og skoða jólaljósin....
En þar sem ég er útivinnandi þræll í námi þá mun desember eflaust verða einn ömurlegasti mánuður ársins 2005. Vaktaplanið mitt lítur frekar illa út. Verð í mesta lagi í 2 daga fríi og fæ að skjótast í jólaklippinguna þar sem ég stend 12 tíma vaktir.
Ég ætla að byrja að skrifa jólakortin, kaupa síðustu jólagjafirnar í næstu viku og vera búin að skreyta og setja upp jólatré fyrir nóvemberlok.

Til þess að halda geðheilsunni er ég ákveðin í því að gerast ýkt USA gella og klæðasta alltaf einhverjum jólafötum í vinnuna, svona rétt til þess að minna mig á að það er nú einu sinni jól! Því ég veit að loks er ég fæ frí ( aðfangadag, jóladag og annan í jólum ) þá verð ég orðin svo dauðþreytt að ég mun sofa jólin frá mér...
...sniff...
kv,
Jólabarnið.

p.s
Ég hef ákveðið þar sem ég er frekar leiðinleg kerling þessa dagana þá ætla ég bara að kvarta á blogginu mínu næstu daga...takk fyrir