4.10.05

...Ég er klikkuð
......og þarf því að deila fimm vel útvöldum staðreyndum um sjálfa mig...

1)Ég kaupi helst ekki hvítan klósettpappír, fæ ofbirtu í augun.

2)Ég er náttblind, rigning og myrkur eru mínu helstu óvinir ef ég þarf að keyra.

3)Ég byrjaði að ljúga er ég var 8 ára. Sagði öllum krökkunum í hverfinu að ég ætti video og hund...en það áttu allir ...nema ég. Þau vildu sannanir svo ég hleypti þeim í dyragættina heima í Hafnó, gekk að stofuskáp og sagði þeim að videoið væri þar inni. ÞAU VILDU SANNANIR...ég sagðist ekki geta haldið á videoinu, fór inn í herbergi og náði í tuskuhundinn minn og sýndi þeim ( í töluverðri fjarlægð ).
Þau voru aldrei alveg viss um hvort ég hefði verið að segja satt...

3)Ég svitna STUNDUM í lófanum. Ég er þess fullviss um að ég hafi smitast af strák sem ég dansaði við er ég var 7 ára í einhverjum trúarlegum krakkasumarbúðum. Ég var neydd til þess að dansa við hann, langaði það ekkert því strákgreyið var svo sveittur. Mann enn eftir tilfinningunni, hún var ekki góð er ég lagði mínar fagurlega skapaðar og ÞURRAR hendur í blautan poll...oj...

4)Ég hef ótrúlega mikla þörf fyrir að nefna hluti,ja eiginlega skíra þá!
Dæmi: Hef átt bíla sem hétu
- Amma Gullý
- Tryggvi
- Rúdolf
Hmm...vantar einn man ekki hvað hann hét enda skírði ég hann ekki sjálf heldur systa.

- Silfurskotta ( nýjasta afkvæmið )
Þetta hófst allt með Fiat ,,Cheerokee,, Benz sem var hvítt tryllitæki sem kom okkur mæðgunum á milli staða landshlutanna á milli.

Ég hef átt þrjár tölvur sem hétu
- Vaskur
- Vaskur
- Kjöltutoppur ( kölluð Kjölta )

5)Ég elska lopa og á eflaust merkilegasta lopapeysusafn í heimi ( 12stk )
Það er aðeins ein af þeim í sauðalitum. Ég á stuttermalopapeysu og jólalopapeysu, opnar, lokaðar, með tölum, rennulás, með löngum ermum, stórum krögum, einlitar, marglitar,lopapeysu sem hægt er að nota á röngunni ofl...
Ég hef aðeins prjónað eina af þessum peysum en mun bæta 13. peysunni í safnið fljótlega. Að þessu sinni er það opin hettupeysa prjónuð af moi.
Ég á sjöl,trefla, húfur, vettlinga, fingravettlinga, hettur, dúskhúfur o.sfrv...
Ég er viss um að ég hafi fæðst í lopapoka...

Úff hvað þessi pistill er orðinn langur...bæ