28.10.05

Það er KLIKKAÐ veður úti!
Ég heyrði í útvarpinu í fyrradag að einhver hlýjindi væru yfir landinu en þau hafa gjörsamlega farið framhjá mér. Hélt ég yrði úti í gær. Það var SVO KALT. Er ég leit á eitt af þessum sniðugum auglýsingaskiltum við veginn þá gaf það til kynna að úti væri -2 gráður...sem er EKKERT....brrrrrrr....Mér leið eins og það væri -22
Ég svaf í lopapeysu í nótt mér var svo kalt!...sexy það.

Þetta ekki kvörtunarpistill því ég elska veður....og sérstaklega ef það er KLIKKAÐ...þá er tími til þess að fara á stjá. Ekkert eins hressandi og berjast við veðurguðina.
Annars sagði rússarauðkan mér það að ef einhver í Rússlandi talar um veður við þig þá sé það móðgandi. Úff...samskipti Íslendinga og Rússa hljóta þá að vera erfið. Við höfum alist upp við það að brydda upp á veðurumræðum til þess að brjóta ísinn á milli ókunnugra, til þess að ná að hefja samræður við einhvern sem þú þekkir en veist ekkert hvað þú vilt tala um. Svo er orðaforði okkar svo lítríkur hvað varðar veðurfarið blessaða.

En ég er hætt að tala um veður, hætt að móðga ykkur og farin út í veðurofsann á Silfurskottunni minni sem bíður mín einmitt úti núna......