19.10.05

KvennaFRÍdagur?????
Ég verð að viðurkenna að mér er svolítið heitt í hamsi varðandi næstkomandi mánudag.
Ég skil eiginlega ekki tilganginn með þessum degi.

Er dagurinn FRÍDAGUR kvenna svo þær geti haldið upp á það að fyrir 30 árum skunduðu konur í BARÁTTUHUG niður í bæ og mótmæltu launakjörum sínum?
Eða eru konur bara að taka sér FRÍ í vinnunni til þess að fara t.a.m. á pöbbinn og fá sér einn öllara svona í tilefni dagsins.
Eða verða konurnar kannski hoppandi kátar yfir þessu óvænta FRÍI og hyggjast hópast saman í IKEA um miðjan dag og versla jólagjafir?

Mér finnst þetta sorglegt...Borgarstjórinn mælir eindregið með því að konur Fái FRÍ í samráði við yfirmenn svo ,,GJÖRNINGURINN,, bitni ekki illa á þjónustu þann daginn.

Mistökin liggja fyrst og fremst í nafngift þessa dags. Í stað KvennaFRÍdags ætti dagurinn að nefnast BARÁTTUDAGUR KVENNA. Þessi dagur á ekki að vera haldinn á 30 ára fresti! Hann á að vera haldinn árlega og það á ekki að vera neinn ákveðinn dagur. Þessi dagur á að hafa áhrif á samfélagið. Þetta á ekki að vera dagur þar sem yfirmaður klappar starfskonu á öxlina og segir ,,Elskan viltu ekki taka þér frí í dag og hitta hinar konurnar niður í bæ og hafa það svolítið næs?,,

Hvert er málið?
Er ég bara ein þarna úti sem er á þessari skoðun?