10.7.05

ÉG Á AFMÆLI Á EFTIR ÉG Á AFMÆLI Á EFTIR ÉG Á AFMÆLI Á EFTIR....ÉG Á AFMÆLI Á EFTIR....

Jebb...mín verður formlega ÞRJÁTTTTTTTÍJUUUOGEINSÁRS eftir um það bil klukkustund og 8 mínútur. Hátíðarhöldin hófust í dag með megamatarboði a la pabbi. Það var yndælis kvöldstund í faðmi systkina, knús,kossar og gjafir! Ég er bara eftir mig.
Sit heima og er að hlusta á...JÚJÚ il divo...HVAÐ ANNAÐ!

Annars er ég voðalega þreytt ( andlega ) eftir hamfaraferð mína með VIP spánverjunum. Hópurinn var FRÁBÆR en hópstjórinn.... :(

Ég á eiginlega engin orð yfir þetta. Ég fór enn og aftur tilfinningaskalann upp og niður, út og suður, til hliðar og aftur á bak....maður er alltaf að læra eitthvað nýtt. Í þessari ferð uppgötvaði ég að ég þarf að ÆFA mig betur í að rífast á spænsku!!!!!... JÁ hnakkrífast, það er ekki nóg að hafa ákveðnina í röddu, grimmd í andliti.....ORÐAFORÐINN þarf sko að vera VEL SLÍPAÐUR.

Allir leiðsögumenn ættu í raun og veru að hafa eitt stykki RÍFAST RÆÐU í farteskinu ef ske kynni að þeir þyrftu að skvetta eins og einni fram í skyndi...A.m.k. hefði ég viljað vera undirbúin fyrir geðveikiskast hópstjóra míns klukkan 04:30 aðfaranótt föstudagsins síðastliðinn sem átti sér stað úti á Leifstöð. Sú stund er mér efirminnileg og eflaust öllum sem þar voru staddir.

En nóg um það. Brynkusinn er búin að fá söguna í fullri lengd svo ég nenni eiginlega ekki að eyða frekari orku í að pára um þessa lífsreynslu enda líka bara FJÖRTÍUOGFIMM MÍNUTUR Í AFMÆLI MITT......jibbbííí