10.10.02

"LEIÐARVÍSIR Í ÁSTAMÁLUM - Fyrir ungar stúlkur - Madam Tobba
Kafli 9 - Klæðaburður og þrifnaður

"Fötin skapa manninn,segir máltækið,en það er eigi sannmæli nema að hálfu leyti. Ræfillinn er alt af ræfill,hvernig sem hann er klæddur. Til þess að geta orðið yndisleg í augum karlmanna,verður þú að vanda klæðnað þinn og þrifnað, því að óþrifin kona er andstygð siðaðra manna. Þú mátt aldrei vera í óhreinum fötum,þegar þú ert eigi við óhreinlega vinnu. - Óhreinir morgunkjólar (eehh..ég á ekki morgunkjól ;( ) og svuntur eru hvimleiðir og það er óþrifnaður að snúa óhreinni svuntu við, og nota hana úthverfa. Sama er að segja um öll önnur föt;þau eiga fyrst og fremst að vera hrein og órifin. Að ganga í rifnum fötum,er hirðuleysiseinkenni. Næsta krafa,sem karlmenn gera til fata þinna er sú, að þau fari vel;sé eigi of lítil né of stór, og pilsin eigi óþarflega stutt ( yeahh..right..myndi gjarnan vilja heyra það frá kk! ). Það er óholt að nota þröng lífstykki. Það er ákaflega óviðeigandi, að giftar konur klæðist mjög stuttum pilsum. Þetta eru vægustu kröfurnar,sem gera verður til fata þinna. Hitt fer eftir efnum og ástæðum, úr hvaða efni fötin eru gerð. Gættu þess umfram alt að klæða þig eigi um efni fram. Það ber vott um menntunarleysi og litla mannkosti,þegar konur hugsa um það eitt,að klæðast fínum fötum - oft með mjög sterkum litum og áberandi útsaumi illa gerðu - og dingla aftan í tískunni,sem er breytileg eins og vindstaðan og sjaldnast sniðin eftir þörfum almennings. Karlmenn eru yfirleitt eigi hégómagjarnir í klæðaburði og þeim finst það skuggi á yndisleika þínum ef þú ert mjög hégómleg í klæðaburði. "Pjöttuð" kona verður heldur aldrei góð eiginkona eða húsmóðir. Þú skalt eigi ganga í hælaháum stígvélum;þau skekkja og afskræma líkama þinn. Reyndu að skekkja ekki stígvélin þín - hvort út eða inn, því að hvorttveggja er ljótt. Ef þú notar lág stígvél, verður þú að gæta þess,að eigi séu göt á sokkahælunum - að minsta kosti ekki fyrir ofan stígvélin.(heheh ) Berðu aldrei fánýta og einskisverða skrautgripi,hvorki hringi né nælur. Í Þessu sambandi er vert að benda þér á,að ungum stúlkum er mjög holt að stunda líkamsæfingar,leikfimi,sund,hjólreiðar,tennis o.s.frv. Við íþróttaæfingarnar verður líkaminn fegurri og styrkari,hreyfingarnar mýkri og augað gleggra. Því betur sem þú ferð með líkama þinn,því hæfari bústaður verður hann fyrir sálina. Kappkostaðu að hafa hreina sál í hraustum líkama. Til þess að piltunum lítist vel á þig,verður þú um fram alt að vera þ r i f i n.
Sú kona, sem hirðir illa hendur sínar og andlit,gengur í óhreinum fötum,með flókið og strýslegt hár ( ehh..hvað er að úfnu hári ;) ,óhreinar og stórar neglur,kartneglur,vörtur,fílapensa og bólur - verður aldrei yndisleg í neins manns augum. Eg áminni þig þess vegna um að vera hreinlát og hirðusöm. Notaðu t.d. aldrei óhreina vasaklúta né hanska. Og gættu þess,að fingurgómarnir standi eigi fram úr hanska-þumlunum.Baðaðu allan líkama þinn við og við og þvoðu hár þitt að minnsta kosti einu sinni í mánuði
( WHAT!!!!?????????? eiiinu sinni í mánuði....ekki hefði ég viljað hitta TOBBU!). Greiddu hár þitt vel og fléttaðu það eigi fast;varastu skaðleg hármeðul og of heit báru-járn ( "krullu"-járn ). Þvoðu hendur þínar þegar þörf gerist og láttu eigi óhreinindi safnast undir neglurnar. Stórar neglur eru eigi fallegar og skaltu klippa þær með beittum skærum ( en eigi naga þær með tönnunum),og jafna síðan með naglaþjöl.
Þá máttu ekki gleyma tönnunum. Þær verður þú að hirða vel. Það er óholt að hafa skemmdar tennur, og ljótt að sjá svört og brunnin tannbrot í munni fríðrar konu. Einnig fylgir andremma oft skemmdum tönnum, og andramar konur er ekkert spaug að kyssa.

Ég er bara enn í sjokki ( einu sinni í mánuði!!! )....þetta var laaangur og leiðinlegur kafli...og það verður einmitt líka 10.kafli þar sem Ýmislegt um framkomu er dregið fram....