"LEIÐARVÍSIR Í ÁSTAMÁLUM -Fyrir ungar stúlkur - Madam Tobba
Kafli 12 - Að hafa ástina að leiksoppi
" Lauslæti - í hvaða mynd sem er , - er illgresi í blómgarði ástarinnar. ( s.s. ARFI ) Það setur blett á mannorð þitt;ljótan blett,sem fín föt,ilmvötn og kvensilfur getur ekki hulið eða afmáð.( s.s. drullublettur sem næst ekki af með ariel ultra) Gæt þess því vandlega,að enginn fái höggstað á siðferði þínu,og lítill neisti í þessum sökum getur tendrað stórt bál,sem slúðurkerlingarnar kynda óspart. Eg áminni þig alvarlega um að vera eigi lauslát,ef þú vilt verða hamingjusöm í lífinu og landi þínu og þjóð þinni til gagns og sóma.( Ísland er land mitt..lalalalal ) Vertu vönd í vali vinstúlkna og segðu þeim eigi leyndarmál þín,nema þú sért viss um hollustu þeirra. ( ehehe..ég ætla að skipta um vini sérstaklega..ems!! ;) ) Gaktu á snið við lauslátar konur og þær veitingakrár,þar sem drykkjuskapur og siðleysi er daglegt brauð. Á þeim stöðum hafa margar konur fengið á sig óorð og fyrirgert mannorði sínu og glatað lífinu um leið. ( ó..... :/ )
Láttu eigi æfintýraþrá hrinda þér út í hringiðu " ástaræfintýranna" því að margur hefir með skarðan hlut gengið frá þeim leik,og "borið þess sár um æfilöng ár,sem að eins var stundar hlátur". ( eeehh...okey...)
Ástin er fegursta og göfugusta tilfinningin sem í mönnunum býr og lög hennar ná jafnt til allra. ( Ááástin spyr hvorki um stétt né stöðu....ááástin.... )Án ástar væri lífið lítils virði og tilveran köld á svipinn. Okkur er bannað að fara gálauslega með líf og heilsu;sama er segja um ástina. Ef kona verður þess vör,að karlmaður,sem hún elskar eigi sé ástfanginn af henni og skýri hann henni frá því,þá ber henni að segja honum það hreinskilnislega,annað hvort bréflega eða munnlega,að hún geti eigi endurgoldið ást hans.( hmm...e-mail??? ætli það sé leyfilegt...eða sms?? ) Þetta verður hún að gera með nærgætnislegum og kurteisum orðum. Menn eiga ætíð að hlýða rödd hjarta síns; í þessum atriði,sem öðru,er það hið mikilvægasta, að vera heiðarlegur og hreinn fyrir samvisku sinni. Margar stúlkur geta leikið sér að hjarta ungs ástfangins manns.( s.s..bara stúlkur! ) Oft gera þær það í hugsunarleysi eða til þess að skemta sér við það,en venjulega ekki í illum tilgangi.( Girls gottaheffunn!!! ) En manninum fellur þetta þungt og þegar hann kemst að sannleikanum,getur táldrægnin leitt hann út á glapastigu,jafnvel til sjálfsmorðs eða annara glæpa. ( ó ) Mundu það,unga stúlka,að hjartað er fínt líffæri. ( Ég skal muna..skal...reyna að muna...hmm.. ) En hvort sem þessi leikur með ástina er vísvitandi eða óafvitandi,mega stúlkur aldrei lenda í honum. ( aldrei að segja aldrei því aldrei getur aldrei orðið aldrei ) Mundu það,að hatur getur komið í ástar stað. Láttu eigi hégómagirni eða augnablikstilfinningar koma þér til þess að hafa þann mann að leiksoppi,sem elskar þig. Segðu hinum ástfangna manni sannleikann hreinskilnislega. Og loks má bæta því við,að þessi leikur með ástina er eigi hollur fyrir mannorð þitt. Karlmaðurinn, sem þú hafðir að ginningarfífli,getur hefnt sín með því að tala illa um þig,og sá sem verður fyrir barðinu á almenningsrómnum,er eigi öfundsverður. Vertu heiðarleg í ástamálum,þá mun samviska þín vera hrein. ( takk )
Púff...þetta var sko boðskapur í lagi.. ég held ég þurfi að hvílast eftir þetta...of mikið í einu..fyrir mig...saklausa bestaskinnið
Næsti kafli fjallar um ta ta ta dammmm....að velja maka ....úlala.....
Kafli 12 - Að hafa ástina að leiksoppi
" Lauslæti - í hvaða mynd sem er , - er illgresi í blómgarði ástarinnar. ( s.s. ARFI ) Það setur blett á mannorð þitt;ljótan blett,sem fín föt,ilmvötn og kvensilfur getur ekki hulið eða afmáð.( s.s. drullublettur sem næst ekki af með ariel ultra) Gæt þess því vandlega,að enginn fái höggstað á siðferði þínu,og lítill neisti í þessum sökum getur tendrað stórt bál,sem slúðurkerlingarnar kynda óspart. Eg áminni þig alvarlega um að vera eigi lauslát,ef þú vilt verða hamingjusöm í lífinu og landi þínu og þjóð þinni til gagns og sóma.( Ísland er land mitt..lalalalal ) Vertu vönd í vali vinstúlkna og segðu þeim eigi leyndarmál þín,nema þú sért viss um hollustu þeirra. ( ehehe..ég ætla að skipta um vini sérstaklega..ems!! ;) ) Gaktu á snið við lauslátar konur og þær veitingakrár,þar sem drykkjuskapur og siðleysi er daglegt brauð. Á þeim stöðum hafa margar konur fengið á sig óorð og fyrirgert mannorði sínu og glatað lífinu um leið. ( ó..... :/ )
Láttu eigi æfintýraþrá hrinda þér út í hringiðu " ástaræfintýranna" því að margur hefir með skarðan hlut gengið frá þeim leik,og "borið þess sár um æfilöng ár,sem að eins var stundar hlátur". ( eeehh...okey...)
Ástin er fegursta og göfugusta tilfinningin sem í mönnunum býr og lög hennar ná jafnt til allra. ( Ááástin spyr hvorki um stétt né stöðu....ááástin.... )Án ástar væri lífið lítils virði og tilveran köld á svipinn. Okkur er bannað að fara gálauslega með líf og heilsu;sama er segja um ástina. Ef kona verður þess vör,að karlmaður,sem hún elskar eigi sé ástfanginn af henni og skýri hann henni frá því,þá ber henni að segja honum það hreinskilnislega,annað hvort bréflega eða munnlega,að hún geti eigi endurgoldið ást hans.( hmm...e-mail??? ætli það sé leyfilegt...eða sms?? ) Þetta verður hún að gera með nærgætnislegum og kurteisum orðum. Menn eiga ætíð að hlýða rödd hjarta síns; í þessum atriði,sem öðru,er það hið mikilvægasta, að vera heiðarlegur og hreinn fyrir samvisku sinni. Margar stúlkur geta leikið sér að hjarta ungs ástfangins manns.( s.s..bara stúlkur! ) Oft gera þær það í hugsunarleysi eða til þess að skemta sér við það,en venjulega ekki í illum tilgangi.( Girls gottaheffunn!!! ) En manninum fellur þetta þungt og þegar hann kemst að sannleikanum,getur táldrægnin leitt hann út á glapastigu,jafnvel til sjálfsmorðs eða annara glæpa. ( ó ) Mundu það,unga stúlka,að hjartað er fínt líffæri. ( Ég skal muna..skal...reyna að muna...hmm.. ) En hvort sem þessi leikur með ástina er vísvitandi eða óafvitandi,mega stúlkur aldrei lenda í honum. ( aldrei að segja aldrei því aldrei getur aldrei orðið aldrei ) Mundu það,að hatur getur komið í ástar stað. Láttu eigi hégómagirni eða augnablikstilfinningar koma þér til þess að hafa þann mann að leiksoppi,sem elskar þig. Segðu hinum ástfangna manni sannleikann hreinskilnislega. Og loks má bæta því við,að þessi leikur með ástina er eigi hollur fyrir mannorð þitt. Karlmaðurinn, sem þú hafðir að ginningarfífli,getur hefnt sín með því að tala illa um þig,og sá sem verður fyrir barðinu á almenningsrómnum,er eigi öfundsverður. Vertu heiðarleg í ástamálum,þá mun samviska þín vera hrein. ( takk )
Púff...þetta var sko boðskapur í lagi.. ég held ég þurfi að hvílast eftir þetta...of mikið í einu..fyrir mig...saklausa bestaskinnið
Næsti kafli fjallar um ta ta ta dammmm....að velja maka ....úlala.....
<< Home