15.10.02

"LEIÐARVÍSIR Í ÁSTAMÁLUM - Fyrir ungar stúlkur - Madam Tobba
Kafli eitthvað...Hvenær mega konur ganga í hjónaband?

"Giftingaraldur kvenna er með lögum ákveðinn,en eg vil benda þér á,að aldurinn er ekki aðalatriðið,heldur hitt,að ungu hjónin hafi eitthvað fyrir sig að leggja til ap bíta og brenna,því að sagt er,að ástin flýi oft fátæktina og baslið. Gaktu því eigi í hjónaband fyr en unnusti þinn hefir komist að stöðu með lifvænlegum tekjum og aflað þess fjár til bússtofnunarinnar,sem þið þurfið til þess að geta byrjað búskapinn skuldlaus...

jájá..s.s..karlinn aflar tekna og konan eyðir..sama gamla lumman..gaman gaman..en ég er hrikalega kát þar sem seinasti kaflinn mun pikkast hér inn á morgun...hef fengið gagnrýni á Tobbu gömlu og hef verið beðin um að HÆTTA ÞESSU!