13.2.03

Vinkonur og Vinir....


Ég á sko góða vini en sérstaklega góðar vinkonur. Einhvern vegin er það alltaf þannig að maður deilir meira með vinkonum sínum en vinum ( undantekning Trabbi gamli ;) En allavega þá fékk hún Lilja Rós mig til þess að kíkja út fyrir hreiðrið mitt í kvöld og fór með mig í bíó sem var mjög gaman...fórum að sjá Chicago...sem var eins og að sitja á leikhússýningu....fullt af fallegum fötum..hmm..eða nær að segja pjötlum.... og fínar gellur en nokkuð spes að sjá Gerinn SYNGJA ....Ég held ég hefði gjarnan frekar viljað hafa Geirólafs þarna ( hmm...blue eyes )!!!!...Hann hefði sko staðið sig!!!! hans heimur algjörlega...fullt af tröppum til þess að feta sig upp og niður eftir...og glamúr og glansheit fljúgandi um loftin.

Karlar! þetta er sko mynd fyrir ykkur....komið bara með eigið vasadiskó og hlustið á hard core og haldið fyrir augun þegar Gerinn syngur...og það er sko engin afsökun í þetta sinn að segjast ekki vilja sjá söngvamynd....myndin er þess virði.....fullt af fljúgandi kroppum í pjötlum....brjóst..og læri í öllum stærðum og gerðum.....

Takk fyrir mig Lilly-Begg : )

Þegar ég kom svo aftur heim í hreiðrið að lokinni sýningu tók síminn svo vel á móti mér að ég ákvað að gleðja hann með einu samtali við GÓÐA vinkonu mína hana Brynku. Það er ótrúlega notalegt að eiga svona góða vini að eins og hana.....búin að þekkja hana ja...úff....í næstum því hmm...VÁ.....meirihluta lífs míns...við s.s. eigum FORTÍÐ saman....sem er oft á tíðum mjög merkilegt og gaman að spjalla um : )

Undanfarna viku í leiðindum mínum með Fúnulöpp höfum við einmitt lent á slíku spjalli sem hefur verið ansi hressandi og ánægjulegt...Það er gott að vita af henni á klakanum okkar ( þó að mér finnist hún nánast búa í rassssg..ehhhmm...já).....því þetta útstáelsi hjá henni á tímabili var farið að valda mér áhyggjum..... Ég var einhvern vegin viss um að ég yrði að búa við þau hlutskipti að eiga góða vinkonu búsetta í útlöndum,harðgift með 4 börn og einn hund...sem mér fannst ömurleg tilhugsun ...ekki að ég vilji henni ekki allrar þeirrar hamingju sem hún svo sannarlega á skilið...þá kom eigingirnin upp í mér....hamingjuna má hún gjarnan njóta...nálægt vinum sínum...annað er náttúrulega næstum því óbærilegt..sérstaklega eftir svona langan vinskap........en mér hafa borist þær fregnir af krúttlegum fuglum að hún jafnvel fari fljótlega að færast nær mér...sem er bara gaman og ég vona svo sannarlega að þessir fuglar hafi á réttu að standa......

En Brynka geit eins og hennar nánustu vinir gjarnan kalla hana...er mörgum hæfileikum gædd og hefur t.a.m. skáldskapargyðjan tekið sér bólfestu í henni....og er ég viss um að samstarf eigi eftir að verða á milli hennar og Andra megalagahöfundi sem mun án efa leiða til ánægjulegra Þórsmerkurdvalar í nánustu framtíð....
Ég læt hér eftirfarandi "ljóða-ljóð" eftir Brynku slá botni í þetta pár mitt að þessu sinni...

Ég á mér einn uppáhalds vin
og í hann fer allur minn tími.
Allan daginn skiptir um "kyn"
ástkær vinur minn: Sími.

Í kvöld hef ég talað og talað í síma,
alveg taumlaust fjör og heilmikið gaman
Hér hef ég spjallað í heillangan tíma
haldið tóli og eyra þéttingsfast saman

En nú er svo komið í þetta sinn
svefninn lokkar og laðar.
Sætt kallar rúmið mig til sín inn
Sofðu rótt, þá dagar hraðar...

Vináttu fræjum höfum við sáð
og vonum þau braggist og dafni.
Hvað gerist á morgun get ég ei spáð
en gæfusporum vil að hún safni.

Lífið er bæði brothætt og skrítið
bindur mann stundum í hlekki.
Bréfið í kvöld var beyglað og lítið
bið þig að erfa það ekki.

Góða nótt....