Ég er á lífi!!!!! og og og GLEÐILEGT SUMAR!!!
Ótrúlegt en satt....ég tóri...verkefnastaflinn horfinn af mínu borði sem er afar ánægjulegt....en við tekur nýr og merkilegri bunki...jamm....Hugmyndabunki sem ég verð sko að vinna vel úr annars fer illa fyrir mér...Það er nefnilega komið að LOKA LOKA....verkefninu....sem ég verð að viðurkenna að hræðir mig oggupínuponsusmá....jamm..
Það hefur sko margt drifið á mína daga frá því síðast....en mikilvægustu og yndislegustu fréttirnar eru náttúrulega að ég er að HÆTTA loksins í vinnunni sem hefur framfleytt mér og mínu námi ( á aumkunarverðan máta að vísu..)...
En þau tíðindi eru sérstaklega gleðileg..afskaplega farsælt allt saman...fjölskyldan fagnar,vinirnir fagna...það fagna ALLIR...og eflaust einna helst atvinnurekandinn..sem hefur því miður ekki getað rekið mig ;) ( hef hálf vorkennt honum....) er viss um að hann sé búinn að vera að fagna undanfarnar tvær vikur....
Sem sagt....tvær vaktir eftir og ég er frjáls úr þrælkunarbúðum tilfinningalausra þrælahaldara....JAMM....Mikill léttir.
Ég hefði samt ALDREI viljað verða af þessari reynslu....hún hefur....sýnt mér allan tilfinningaskalann í allri sinni litadýrð...svo ég fer sko með ágætis veganesti út í lífið....Skemmtilegt alltaf hvað maður er fljótari að læra út frá slæmum reynslum....jammsíjamms.....
Nú...allavega fór ég norður um helgina með systu og var það mjög gaman.
Við skruppum á skemmtun í reiðhöllinni í Skagafirði sem var sérstakt...fullt af fólki sem KANN að syngja og hestar út um allt og svo líka mátti segja ljóta brandara um náungann á næsta bæ án þess að regnbogasamtökin færu að skipta sér af...eineltið gegndi mikilvægu skemmtanahlutverki og heimamenn settu upp Djáknann á Myrká sem var mjög duló og spúkí. Við gistum á Lækjarbakkanum góða eina nótt og héldum svo til Akkkkurrrreyrarr...þar sem við gerðumst boðflennur hjá vinum og vandamönnum í góðu yfirlæti,átum,hlógum,spiluðum og kjöftuðum. Knúsuðum litla frænda í bak og fyrir og átum páskaegg. Jólalandið var auðvitað heimsótt og fjárfest í góðu jólanammi....
Við gerðum heiðarlega tilraun til þess að fara út á djammið sem var frekar misheppnað..þar sem varla sála var á stjá í höfuðstað norðulands....uppgötvuðum síðan að allar sálirnar voru að dilla sér við tónlist megahljómsveitarinnar Í svörtum fötum á meðan við hlustuðum á fyrrum Englajúrófara sem var.....eeehh...jamm.......en GULA VILLAN stendur sko fyrir sínu og mæli ég eindregið með að fólk fái sér gistingu þar við tækifæri ;)
Daginn eftir var brunað á Mývatn þar sem systa var tekin í fínan göngutúr um Leirhnjúk og Kröfluvirkjunarsvæðið í frábæru veðri. Hún gerðist hin erfiðasti túristi og slengdi fram fullt af áður óþekktum spurningum sem ég hef nú bara aldrei fengið á mínum 4 ára ferli sem ofur leiðsögumaður....;) Til dæmis hafði ég aldrei pælt í því afhverju straumendur synda gegn straumnum...hafði bara engan vegin svar við því og gat ekki einu sinni logið ;Þ ...fuglabókin mín segir mér ekkert um það...svo ég stóð á gati þar ;) En þetta var góð ferð og veðrið lék um okkur. Þriðju og síðustu nóttunni eyddum við svo í Skagafirðinum á ný,tókum skák og veiddum flugur.
Á þessu ferðalagi okkar varð ég ástfanginn upp fyrir haus af yndislegum boxerhundi honum Brúnó og við höfum ákveðið að kynnast frekar síðar meir....ÉG SKAL fá mér boxer ....þetta eru æðislegir hundar...
En...jamm....þetta er orðið ágætt...yfirborðskennt en ágætt engu að síður.... ;)
<< Home