Íslenskar Kárahnjúkakartöflur ekki fyrir alla......
Nú vilja Bandaríkjamenn hætta að kalla franskar kartöflur ...franskar...og hefur nefnd ein á hinum illræmda spillingarstað FLÓRÍDU tekið að sér að berjast fyrir því að þær hljóti hin eftirsótta titil "Bandarískar friðarkartöflur" ...
Hér sit ég bara miður mín og velti því fyrir mér hvort þetta muni hafa stórvænleg áhrif á þróun mála í Íraksdeilunni..??? Það er orðin ansi flókinn heimur þegar maður getur eingöngu farið til Íraks til þess að fá sér ALVÖRU góðar franskar kartöflur.....
Á sama tími sem mér berast þessar fregnir hefur Dani einn meinað hundum, Þjóðverjum og Frökkum aðgengi að veitingahúsi sínu og þá um leið möguleika þeirra til þess að fjárfesta í dýrindis Bandarískum frelsiskartöflum...sem er náttúrulega engan vegin atvinnuskapandi...og vinnur sannarlega gegn "normal" markaðslögmálum!....
Þegar heimurinn þróast svona hratt og brjálæðislega að slíkri veruleikafirringu þá hlýtur nú að líða stutt að því að þessi hugmyndafræði nái bólfestu á okkar ástkæra klaka...áður en langt um líður verður mótmælendum Kárahnjúkavirkjunnar án efa meinaður aðgangur að helstu veitingastöðum borgarinnar....
Þetta mun byrja fyrst á austfjörðum og færa sig síðar hratt í átt að höfuðborgarsvæðinu...jafnvel mun þetta ekki eingöngu loða við veitingahús..heldur færa sig á fleiri þjónustustig....pósthús,krár,strætó og jafnvel klósettaðstaðan í Bankastrætinu....munu brátt bera bannmerki í þágu virkjannasinna...Já..þetta er furðulegur heimur og það er ýmislegt í gangi.....og þar sem við erum nánast... litla ammmeríka..þá VERÐUM við að vera memm....og vera eins..og hinir....
<< Home