Námsmaður í vinnuþrældómi.....
Ég er búin að komast að því að atvinnuleysið sem nú ríkir á klakanum er allt mér að kenna :( ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en í gær....og biðst ég innilegrar velvirðingar á því.....en þar sem ég er fátækur námsmaður á leigumarkaðinum og rek einnig dýrfreka Grásleppu ( sem ég verð að eiga til þess að koma mér á milli vinnustaða )þá neyðist ég til þess að stunda vinnu á þremur stöðum (HÍ má náttúrulega ekkert vita af því þar sem þeir eru á móti því að fólk vinni með námi!!!! )
Ég fór í atvinnuviðtal í gær í fjórðu vinnunni þar sem vinnu númer þrjú er í raun og veru lokið...viðtalið gekk svo sem ágætlega en við yfirheyrslu kom auðvitað fram að miðað við að stunda meira en fullt nám við HÍ þá er ég að vinna á allt of mörgum stöðum sem jú..leiðir til þess að ég sit um vinnur sem aðrir gætu haft not á þessum síðustu og verstu tímum........en svona er þetta að vera típískur íslenskur námsmaður án námslána.....
Þegar ég hóf nám mitt á sínum tíma komst ég að þeirri skemmtilegu staðreynd að ég myndi aldrei fá neitt nema vasapening þar sem ég hafði verið of tekjuhá yfir sumarið.Uppfrá því hófst skemmtilegur fjárbardagi um hver mánaðarmót sem ég jú verð að viðurkenna að er orðin ansi þreytandi....það er eins gott að ég útskrifist í okt...annars á ég eftir að álagsbrotna hér og þar og alls staðar....
Námslánakerfið er eingöngu sniðið að þeim einstaklingum sem enn stunda Strætó,búa ókeypis hjá mömmu og pabba sem borga bækur,mat og gefa vasapening af og til....Mér finnst til háborinnar skammar að bjóða nemum ( FULLORÐNUM EINSTAKLINGUM ) upp á þessi kjör.
Manni er hefnt fyrir að þræla um sumarið sem er eingöngu gert til þess að safna í forða fyrir veturinn,komast af...ef maður þyrfti nauðsynlega að skreppa til tannlæknis.........
Jamm..þetta er skítalíf að vera námsmaður........eða eins og góð vinkona mín sagði á sínu bloggi
"Þegar fólk spyr mig hvað ég sé að gera þá svara ég:
,,Ég er í Háskólanum, að læra íslensku."
Því það er það sem máli skiptir hjá mér og það er þar sem metnaður minn liggur en miðað við hvað ég hef unnið mikið uppá síðkastið mætti halda að rétt svar væri:
,,Ég er að í 2 vinnum; barnafataverslun og á sambýli en svo er ég í nokkrum fögum í Háskólanum til þess að hafa eitthvað að gera á kvöldin"
eða eitthvað í þá áttina
Skuldirnar hjá þeim sem taka svo þessi blessuð lán eru svo þvílíkar eftir námið að þegar þeir einstaklingar komast loks út á atvinnumarkaðinn, eru þá oftar en ekki að stofna fjölskyldu um leið, þá hafa þeir vart efni á því að lifa þar sem þeir hafa ekki safnað öðru en skuldum á námsárunum. Persónulega finnst mér að nemum eigi að vera kleift að vinna sem vitleysingar á sumrin án þess að það skerði námslán þeirra.
Jæja...ég er hætt að sinni....munið eftir mótmælagöngunni sem hefst við Hlemm kl 17:00 fimmtudaginn 27.febrúar þar sem gengið verður fyrir hálendið og framtíð Íslands.......
<< Home