11.1.03

Áríðandi skilaboð!


Miðvikudaginn 15. janúar kl. 20.30, verður haldinn baráttufundur í
Borgarleikhúsinu, Leggjum ekki landið undir - björgum þjóðarverðmætum. Í
kjölfar fundarins verður fyrirhuguðum virkjanaframkvæmdum mótmælt fyrir utan
ráðhúsið 16. janúar kl. 14.00, en þann dag mun Borgarstjórn Reykjavíkur
taka afstöðu til framkvæmda Landsvirkjunar við Kárahnjúka.

Dagskráin verður glæsileg. Pétur Gunnarsson rithöfundur setur fundinn,
Diddú og Þjóðkórinn undir stjórn Margrétar Pálmadóttur syngur, Guðmundur
Páll Ólafsson flytur Óð til Kárahnjúka í máli og myndum, Hilmar Örn
Hilmarsson lætur steinanna tala, Sigurður Jóhansson hagfræðingur flytur
erindi og gestur fundarins kemur frá Konunglega fuglafélaginu í Bretlandi
og síðast en ekki síst verður HEIMSFRUMSÝNING Á MYNDINNI/MYNDBANDINU
´´FIMMTA ÁRSTÍÐIN´´ EFTIR EINAR MAGNUÚS OG MUN HLJÓMSVEITIN SIGURRÓS FLYTJA
TÓNLIST UNDIR HANA ´´LIFE´´!!

Mætum öll og sýnum öræfunum samstöðu!

Með kærri kveðju
Ásta Arnardóttir
astaarn@mi.is

Ég veit hvar ég verð Miðvikudagskvöldið!!!..en HVAR verður ÞÚ????????