12.12.02

Ég þoli ekki...


snjólaus..jól....
Það bara gengur einfaldlega ekki upp....þetta snjóleysi okkar er alveg að fara með mig...ég er vetrarstelpa...og ég vil snjó!!...Veðurguðirnir eru mér ekki hliðhollir...og sama hvað ég reyni virðist alltaf vera á tali hjá þeim þessa dagana.. :(
Þetta er bara frekar slæmt fyrir alla aðila...
T.d...fyrir ferðaþjónustuna...ímynd landsins er í molum...ferðamenn sitja daprir á kaffihúsum borgarinnar og vita ekkert í sinn haus...búið að lofa þeim haglél og leiðindum og þeir búnir að fjárfesta í rándýrum búnaði áður en þeir komu til ís-landsins...þar sem allra veðra er von...mjög slæmt...
Nú..svo eru það leigubílstjórar...það er EKKERT að gera hjá þeim....( samkvæmt áreiðanlegum heimildum ) og þeir hittast núna daglega þar sem farið er með veðrabænir í von um verra veðurfar sem þýðir...meiri viðskipti...
Svo er þetta einstaklega slæmt fyrir jólaskapið......vel skreytt hús...í öllum regnbogans litum ....eru bara ekki eins hátíðleg...með dökkum bakgrunni..hvítur bakgrunnur væri ákjósanlegri..jamm....Öll hús líta eins og wannabe jólahús....og þar sem ég er jólabarnið ógurlega þá er ég einfaldlega MIÐUR MÍN!!!....nenni ekki að skreyta...hlusta á jólatónlist..með bros á vör en sorg í hjarta..
Það er spurning um að fjárfesta í gervisnjóvél...annars finnst mér náttúrulega að yfirvöld eigi að sjá um slíkt þegar náttúran bregst manni..ég er alvarlega að hugsa um að flýja norður í faðm ömmu og afa...því það er víst búið að bóka jólasnjó þar.....jamm...eða kannski er bara komin tími á öðruvísi jól.. (..þoli ekki breytingar...) halda bara allt öðruvísi jól en venjulega....kannski bara...skella sér í messu,fara á djammið og drekkja sorgum sínum.....og..hmm.....eee..skella sér í ljós...og.....fara í ræktina...og bara...taka til í garðinum...eða eitthvað..góður tími til þess..!!...

p.s..
Fyrir forvitna... ( íslenska nýbúann erlendis og frænku ) þá sótti ég um vinnu á hóteli...jamms....very very....nice...yes..