5.12.07

Jólabarnið er vaknað eftir langan dvala

Ég er búin að laga til og henda öllu drasli inn í þvottahús svo ég geti nú skoðað það ef ég hef ekkert betra að gera. Því drasli má ekki henda..nei nei nei... það þarf að flokka. Sumt fer í Góða hirðinn, annað í Rauða Krossinn, svo er það pappírsgámurinn, blaðagámurinn og allt annað í ruslið. Sorpa verður heimsótt á næstum vikum ef bíllinn minn þolir að bera allt þetta draslerí. Það er allt fínt og flott enda hef ég nú haft næstum þrjá mánuði til hreingerningastarfa :)

Jólabarnið er komið í ham ( þrjár vikur síðan það gerðist ) og geri ég vart annað en að drekka malt og appelsín ( úr glerflöskum því það er best ) og hlusta á Pottþétt Jól. Ég er búin að skreyta húsið með grænum greinum, draga fram allt glitrandi glingur, kveikja á öllum þeim seríum sem hægt er að tengja í tenglana, kaupa kerti og hnetur, jólapappír, merkisspjöld og jólakort, skrifa jólagjafalistann, jólakortalistann. Jólatréið skartar sínu fegursta, ofhlaðið að vanda en svo undurfagurt að ég nenni stundum ekki að fara að sofa á kvöldin.

Lífið er bara dásamlegt! Ég á eftir tvær vikur í vinnunni og eftir 10 daga ætla ég í sjálfskipað jólafrí frá eilífðarverkefninu mínu. Ég er eiginlega viss um að ég eigi eftir að fá Dr. nafnbótina út á það ... sé þetta alveg fyrir mér...

,, Þvílíkt úthald, þvílíkt hugmyndaflug, þvílík vinna...þú þarft ekkert að fara í Dr. nám...þetta verk er DR-VERKEFNI!!!, .....hmm...þvílíkt bull.

Snúum okkur aftur að hinu góða...jólin...jólin..jólin... Þarnæsta vika verður yndisleg í vinnunni en þetta árið fæ ég að dansa á kaupi í kringum jólatré. Það er ansi langt síðan ég hef dansað í kringum annað tré en mitt. Ég verð nú að viðurkenna að ég hef aldrei verið á kaupi áður við þá iðju. Þessa sömu þarnæstu viku fæ ég að klæðast jólahúfu í HEILA VIKU og skreyta mig öllu því jólaglingri sem ég á , snjókarlabolir, jólasveinasokkar, jólasveinalopapeysa, blikkandi jólasveina eyrnalokkar, hreyndýraeyrnaskjól, jólabjöllunælur, jólaúr og og og blikkandi snjóbolta eyrnaskjól. Loksins fær mitt innra jólabarn að lýsa skært og það ...var ég búin að segja það..
Á KAUPI!

Já...lífið er dásamlegt ;)