"LEIÐARVÍSIR Í ÁSTAMÁLUM - Fyrir ungar stúlkur - Madam Tobba
Kafli 13 - Að velja maka
"Þegar þú ferð að svipast um eftir eiginmanni,verður þú að vera heilskygn. Glámskygni,þegar um val eiginmanns er að ræða,getur orðið þér dýrkeypt,og þú iðrast þess alla æfi síðan. Við skulum nú athuga,hvers þú þarft að gæta,um val eiginmanns. Þú mátt eigi fara eingöngu eftir fríðleikanum. Þótt þér finnist þessi eða hinn "sætur" og "yndæll! og þótt hann sér fínn og fagurmáll,með harðan hatt,gljáskó og gull-gleraugu. ( ég fell alltaf fyrir hörðum höttum,gljáskó og gull gleraugu! ) Þá máttu eigi vegna þess játa bónorði hans. Öll hans mærð og mælgi getur verið eins og sápubóla - ekkert nema litskrúðið.Þú verður að fara eftir tilfinningum hjarta þíns - ástinni - og engan annan mátt þú velja þér fyrir eiginmann en þann,sem þú elskar. Þú mátt eigi gangast fyrir auðæfum eða embættum,og það er barnaskapur,þegar stúlkur vilja eigi giftast nema "upp fyrir þig",tekur maðurinn "niður fyrir sig", og það getur orðið sambúð ykkar að fótakefli. ( ó...hmmm ) Veldu þér eigin mann úr þínum flokki,reglusaman mann sem hefir vit og vilja á að bjarga sér;ábyggilegan og geðprúðan mann,sem eigi er eitt í dag og annað á morgun,eða þýtur upp á nef sér út af smáatriðum daglega lífsins. Láttu fríðleikann liggja milli hluta, en mannkosti mannsins og sameiginlega ást ykkar beggja um það,hvern þú velur þér fyrir eiginmann. Það er rétt að drepa á það um leið,hvernig þú átt að umgangast unnusta þinn. Þú skalt gera þér far um að kynnast hans veiku hliðum og styrkja hann; vera sannur vinur hans og ráðgjafi og vernda hann eftir mætti. Gleddu hann með smágjöfum,ef þú getur,t.d. með blómum, ef hann er fyrir þau. ( einmitt!! ) Þreyttu hann eigi með hégómalegri afbrýðissemi,en leitastu við að auka ást hans og virðingu fyrir þér,og sýndu honum traust í hvívetna. Oft sést trúlofað fólk kveðjast á kvöldin hér og hvar í portum og skúmaskotum,í kringum húsin. Það á ekki að eiga sér stað. Fólk tekur eftir því og finst það grunsamt og slúðursögur komast á kreik. Það er engin minkun fyrir trúlofað fólk að kveðjast með kossi við húsdyrnar. Það er miklu kurteisara en pukur að húsabaki".
Hmm....ætli það sé til svona rit um karla...."Leiðarvísir í ástamálum - fyrir unga pilta" ???.....
Annars er ég orðin þreytt á Tobbu.. : ( enn 2 kaflar eftir...svo...ég skal..ÉG SKAL!!....
Kafli 14 - Hvenær mega konur ganga í hjónaband... jamm....ég er farin að sofa....
Kafli 13 - Að velja maka
"Þegar þú ferð að svipast um eftir eiginmanni,verður þú að vera heilskygn. Glámskygni,þegar um val eiginmanns er að ræða,getur orðið þér dýrkeypt,og þú iðrast þess alla æfi síðan. Við skulum nú athuga,hvers þú þarft að gæta,um val eiginmanns. Þú mátt eigi fara eingöngu eftir fríðleikanum. Þótt þér finnist þessi eða hinn "sætur" og "yndæll! og þótt hann sér fínn og fagurmáll,með harðan hatt,gljáskó og gull-gleraugu. ( ég fell alltaf fyrir hörðum höttum,gljáskó og gull gleraugu! ) Þá máttu eigi vegna þess játa bónorði hans. Öll hans mærð og mælgi getur verið eins og sápubóla - ekkert nema litskrúðið.Þú verður að fara eftir tilfinningum hjarta þíns - ástinni - og engan annan mátt þú velja þér fyrir eiginmann en þann,sem þú elskar. Þú mátt eigi gangast fyrir auðæfum eða embættum,og það er barnaskapur,þegar stúlkur vilja eigi giftast nema "upp fyrir þig",tekur maðurinn "niður fyrir sig", og það getur orðið sambúð ykkar að fótakefli. ( ó...hmmm ) Veldu þér eigin mann úr þínum flokki,reglusaman mann sem hefir vit og vilja á að bjarga sér;ábyggilegan og geðprúðan mann,sem eigi er eitt í dag og annað á morgun,eða þýtur upp á nef sér út af smáatriðum daglega lífsins. Láttu fríðleikann liggja milli hluta, en mannkosti mannsins og sameiginlega ást ykkar beggja um það,hvern þú velur þér fyrir eiginmann. Það er rétt að drepa á það um leið,hvernig þú átt að umgangast unnusta þinn. Þú skalt gera þér far um að kynnast hans veiku hliðum og styrkja hann; vera sannur vinur hans og ráðgjafi og vernda hann eftir mætti. Gleddu hann með smágjöfum,ef þú getur,t.d. með blómum, ef hann er fyrir þau. ( einmitt!! ) Þreyttu hann eigi með hégómalegri afbrýðissemi,en leitastu við að auka ást hans og virðingu fyrir þér,og sýndu honum traust í hvívetna. Oft sést trúlofað fólk kveðjast á kvöldin hér og hvar í portum og skúmaskotum,í kringum húsin. Það á ekki að eiga sér stað. Fólk tekur eftir því og finst það grunsamt og slúðursögur komast á kreik. Það er engin minkun fyrir trúlofað fólk að kveðjast með kossi við húsdyrnar. Það er miklu kurteisara en pukur að húsabaki".
Hmm....ætli það sé til svona rit um karla...."Leiðarvísir í ástamálum - fyrir unga pilta" ???.....
Annars er ég orðin þreytt á Tobbu.. : ( enn 2 kaflar eftir...svo...ég skal..ÉG SKAL!!....
Kafli 14 - Hvenær mega konur ganga í hjónaband... jamm....ég er farin að sofa....
<< Home