14.2.03

Kannski ekki svo fúll pistill...eða hvað???



Ég er búin að uppgötva þennan líka skemmtilega leik til þess að hafa ofan af fyrir mér og þar sem ég er búin að gleyma hvernig á að setja svona...flott inn verð ég bara að notast við gömlu leiðina....en þetta er veffangið.....

http://jp.shockwave.com/games/puzzles/zookeeper/zookeeper.swf

Ég lék hann fyrst í gær og svo týndi ég honum og var rosalega sár en svo hjálpaði bjargvætturinn minn mér og ég gat hafið leik að nýju...gaman gaman...miklu skemmtilegra en Lúdó....Þessi leikur hefur gjörsamlega bjargað sálartetrinu mínu í dag....en ég er ekkert sérstaklega klár í honum og kemst aldrei lengra en á 7. borð...sem er víst mjög slappt....en æfingin skapar meistarann og ég hef tíma til þess að æfa mig og æfa mig og æfa og æfa og æfa og æfa....þar sem ég er enn jafn hölt og skökk og fúin og lúin eins og ég hef verið undanfarnar vikur...( er að reyna að tala ekki um þetta þar sem sú samúð sem mér er sýnd er gjörsamlega að gera mig andlausa og vitskerta .....ég á mjög góða að og þeir sko mega sýna mér samúð og hafa gert en sko ...Berglind er bara þannig gerð að hún höndlar ekki mikla samúð til lengdar hún einhvern vegin ofmetnast í samúðinni og tekur henni svo bókstaflega að hún gerist "andlaustósjálfbjargagrænmetismauk" ) Þar höfum við það.....

Hvað gerði svo Berglind í dag annað en að spila uppáhaldsleikinn sinn....Jú hún var dregin aftur út í BÍÓ með systu og afa....ójá...Þetta þýðir að Berglind er búin að fara í bíó ÞRISVAR á 2 VIKUM....sem er met..( ef frá er talið hið ótrúlega bíóflipp þegar ég var 16-17 ára ).....og það er gaman að fara í bíó...ég þarf lítið að haltra...og er keyrð upp að dyrum....svo í mesta lagi...þá haltra ég svona....kannski 40 m í allt.....Í kvöld fór ég á myndina Catch Me If You Can og mér fannst hún mjög fyndin og skemmtileg....allavega skemmtum við systa og afi okkur dásamlega...Leonardo DeCaprio fer á kostum í hlutverki sínu og karakterinn sem hann leikur ( sem er byggður on a trú storí...) er magnaður....hreint út sagt góð skemmtun og ég mæli með henni.

Ég hef lítið notast við símann í dag sem er einnig mjög svo ánægjulegt þ.e. ég hef ekki þurft að hringja sjálf :) aðrir hafa hringt í mig...fínt að deila þessu svona niður...Ætli maður geti borgað símareikninginn sinn á Visa-rað?????......

Kannski ég fari bara með þessa hugsun inn í draumaheim og reyni að vinna úr henni þar....jamm..
Góða góða....