Sundsmokkar
Eftirfarandi bréf fékk ég í pósti fyrir nokkrum dögum frá stóru frænku...
" Ég verð að segja hér svolitla sögu sem mér skilst að sé sönn og hafi átt
sér stað fyrir fáum vikum í stórum kaupstað við langan fjörð á miðju Norðurlandi.
Svo bar til að maður nokkur kom að bílalúgu. Stúlkan sem var þar viðafgreiðslu spyr hvað megi gera fyrir hann.
"Áttu sundsmokka?" segir maðurinn. Hún jánkar því, fer og leitar, en finnur ekki neina sérstaka
sundsmokka, spyr starfssystur sína, sem er ekki viss, en bendir henni á að
taka bara smokkakassann og láta manninn velja, hann þekki þetta sjálfsagt
betur.
Stúlkan tekur smokkakassann, opnar lúguna og réttir manninum og spyr hann hvort vilji eitthvað af þessu.
"Hvað ertu að meina? spyrmaðurinn forviða. "Nú, varstu ekki að spyrja um sundsmokka?" segir
stúlkan.
"Ég var að biðja um Sunnudagsmoggann!" sagði maðurinn þá.
Stundum tala Íslendingar of hratt."
Þetta er sko ágætis þjóðfræðiefni ;)
Samvæmt MÍNUM heimildum þá á þetta að hafa gerst í Staldrinu er einn
kúnninn var að biðja um sunnudagsmoggann ( og sagði það víst MJÖG HRATT )
við eina júgóslavnesku stelpuna sem fór að spyrja alla á vaktinni hvað
sundsmokki væri ;) ...........
En maður veit víst aldrei...margir sem vilja eigna sér þessa sögu ;) og
eins og ég segi..frábært þjóðfræðiefni sem flakkar nú um allt ;) og tilvalið innlegga í lokaverkefnið mitt...en ég held að ég sé loks komin að niðurstöðu varðandi það ;)
Ég er að hugsa um að skrifa um Starfsgreinahefð í lúgusjoppu - frásagnarhefði starfsmanna, brandarahneigð,viðhorf þeirra til sjálfs síns,vinnu sinnar,annarra starfsmanna og yfirmanna...( já ég veit....maður ætti ekki að skrifa um starfið sitt sem maður hataði ;) ) EN...litla rannsóknin sem ég gerði í fyrra er bara ansi góð þó ég segi sjálf frá...og þar sem leiðbeinandinn ráðlagði mér að þróa hana áfram þá held ég geri það.....Efnið er fyndið og lifandi og ekki verra að hafa gaman af því sem maður er að rannsaka ;) Svo nú er bara að koma sér í sambandi við fullt af lúgusjoppum og fara að safna sögum ;) þetta verður gaman...
Ég ætlaði að vísu að gera lokaverkefnið um einkamál og stefnumótamenningu einhleypra á Íslandi en....sú rannsókn sem ég gerði kom ekki eins vel út og ég hélt í fyrstu.....en engu að síður einnig spennandi viðfangsefni ;)
Jæja..mín er farin að sofa.....gúdnæt
<< Home