18.1.04

Hæ hæ hæ....Ladý-in var eitthvað að bögglast í mér um að setja inn færslu ....svo ég þorði ekki öðru en að hlýða skipunum úr æðsta ráði...

Hvað er títt....??...Jú það er líf eftir skriftir...svo eitt er víst...að vísu er ég næstum því algjörlega andlaus og minn litli andi sem enn tórir í heilabúinu hefur nýst þolanlega í skipulagi á fyrirhugaðri FERÐ TIL ÍTALÍU Í SUMAR....yesss....

Við erum búin að velja þetta hús og hlakka ég ekkert smá til !!!!!!!.....2ja vikna ferð um Ítalíu ekki slæmt það...

Við Ladý-in ætlum að skella okkur til Rómar og Flórens áður en skarinn mætir á svæðið við Garda og verðum þær sem fá lyklana af húsinu fyrst manna svo við munum sko vera búnar að sjá til þess að ( fá náttúrlega bestu herbergin áður en aðrir velja ) og kynda upp í húsinu..

Þetta verður ógisslega gaman!!!

Hmmm....annað títt....JÚJÚJÚ....sko..fyrr í vetur þá gleymdi ég húfunni minni og vettlingum inni í skólastofu í Árnagarði....og ég náttúrulega voða sár fór strax að leita er ég uppgötvaði að gersemarnar voru týndar...og ég leitaði og leitaði og fann ekki neitt...:( húfan sem mamma prjónaði og fallegu flottu þykku vettlingarnir að vestan....)

Nú...á fimmtudaginn var ég í Háskólafjölritun að prenta út meistaraverkið mitt ( sem tók 4:45 klst ..þ.e..prenta það ekki skrifa það ) og viti menn....HVAÐ SÁ ÉG....??

Kemur ekki stúlkutetur í afgreiðsluna, föl og mjó eins og eldspýta...frekar kuldaleg útlits.. ( þ.e..henni var kalt ) og með þessa líka FLOTTU VETTLINGA!!! ( MÍNA!)...og ég bara starði.....og hugsaði of mikið.....ég bara..WHAT..steliþjófur...ömurleg stúlkukind....djöss..og allt það og var að hugsa um að gera eitthvað í þessu....en...þá heyrði ég að hún var útlensk...s.s. útlenskur nemi....og ég fór aftur að hugsa....aðeins á jákvæðari nótunum...æi...greyið...kannski heldur hún að hefðin á Íslandi sé sú að maður megi nota þær húfur og vettlinga og trefla sem maður finnur..(svona eins og Hollendingar nota hjólin ..bara taka þau hjól sem eru laus og skila þeim svo aftur í næstu hjólagrind er þeir eru búnir að nota þau.....)...og ég bara....hmm....hún var illa klædd..og vettlingarnir voru það hlýjasta sem hún klæddist....og ég á marga flotta vestfirska vettlinga ( en bara eina húfu sem mamma hefur prjónað ).....EN mér var ekki kalt....svo ég bara sá að hún hafði betri not fyrir þá en ég....

Nú þarf ég bara að sannfæra múttu um að hún hafi ekkert ofnæmi fyrir dökkum lopa og geti prjónað nýja flotta húfu á mig...( aha...mútta er með ofnæmi fyrir svarta litnum og dökkum lopalitum....uss..manneskjan búin að prjóna allt sitt lif!!!....oft peysu á DAG!!.....FURÐULEGT...en þetta gengur víst í erfðir..því það er eins ástatt með ömmu.....sem hefur gert hið sama ..prjónað í 60 ár!!.....hmm...kannski þarf ég bara að fara að prjóna....ég hlýt að eiga nokkur ár inni....mín fyrsta og eina tilraun til þess að prjóna lopapeysu endaði á því að ég bjó til STUTTERMALOPAPEYSU ( að ég tel hina fyrstu í heiminum ) þar sem ég nennti ekki að prjóna OF MIKIÐ ;)..en hún er falleg og ég hef sko notað hana ;) fínasta merkjaflík...

Vona að þessi færsla hafi verið nógu löng Lady! ;o)