23.12.03

Gleðilega Þorláksmessu!!
Þorlákur er genginn í garð og Ketkrókur farinn á stjá til þess að færa góðu börnunum í skóinn. Hann er eflaust feginn því að þurfa ekki að klofast í gegnum há snjósköfl...en ég er ekki eins fegin og svolítið sár...hvað er eiginlega að gerast hérna á norðurslóðum!!!Maður getur ekki einu sinni treyst á fallegan jólasnjó í nokkra daga!. Slæmt það...kannski við þurfum að fara að framleiða gervisnjó. Það er allt svo miklu hátíðlegra þegar hvíta slæðan fær að breiða úr sér...en rauð jól í ár..eins og árið í fyrra og árið þar á undan..og...jamm...

Ég er samt komin í jólaskap og er búin að skreyta fallega gulljólatréið mitt sem skartar nú sínu fegursta....

Lady-ið er komin til landsins sem var sérstaklega kærkomið. Hún mætti sprækur sem lækur í megaafmælispartý mánaðarins sem haldið var um helgina hjá jólabarninu og hans frú...Þau opnuðu hús sitt og faðm fyrir okkur vinunum eftir að afmælisbarn nr 1 tilkynnti veikindi og varð að hætta við fyrirhugað partý...það skapaðist brjálæði í heilanum mínum í nokkrar mín....þar til mér var tjáð að afmælisveislum yrði bara skipt út og veisla haldin!!...FRÁBÆRT FRAMTAK...því ekki var ég bara búin að hlakka til í MARGAR VIKUR...eftir að hitta hópinn loks..heldur var ems búin að kaupa bús fyrir langa löngu og David búinn að undirbúa sig andlega í nokkra daga fyrir því að hitta VININA...svo annað var nú ekki hægt en að skella upp nýrri veislu!!..Takk fyrir það...

Þvílík skemmtun..sumir hlógu mikið og aðrir skellihlógu...
Ég bara er alltaf að komast betur að því hversu frábæra vini ég á....ég held ég hafi lengt líf mitt um a.m.k. 3 ár eftir öll hlátursköstin. Forréttindi að fá að þroskast með þessum prökkurum ;)
Gleðileg jól öll saman !!!!!......