17.2.04

Eeeelska þorramat!!!...
Fór í þorramat til pabba þar sem ég naut þess í botn að horfa á systkini mín kúgast yfir þessum líka eðal mat!!!:..UNGT FÓLK Í DAG.....ótrúlegt hvað það þolir lítið....Þetta var ekta matur þar sem á boðstólum var nánast allt sem hugurinn girnist..svo sem...

Lundabaggar: Mjög góðir...passlega súrir
Hrútspungar: Ágætir....hefðu mátt vera súrari...
Slátur: Ekki alveg nógu súrt en engu að síður gott
Svið: Mmmm....neðri kjálkinn er bara það besta sem hægt er að fá!!
Rófustappa: Góð...
Kartöflustappa: Góð...
Harðfiskur: Ótrúlega góður....vel þéttur
Smjör: nammi namm...
Rúgbrauð: Hefði geta verið betra...
Flatkaka: Bregst aldrei
Hákarl: YESSS...( borðaði 14 bita, en það var víst talið ofan í mig)
Súrhvalur: OJJJJJ...eina sem mér fannst ekki gott...en grillaður a la ANDRI OG GUNNI...borða slíkt hvenær sem er!!!!.....
Bringukollur: Allt í lagi..
Saltkjöt: Heitt....ekki séð það áður á þorramatsborði...
Hangikjöt:Borðaði það ekki enda jólamatur.

Og þessu var skolað niður með séríslensku kóki.....og í eftirrétt var súkkulaðikaka með hundgömlum rjóma..nammi namm....

Svo var systa með þetta líka frábæra skemmtiatriði...Hún gerði díl við litla bróður um að ef hann gæti borðað STÓRAN BRÚNAN bita af hákarli ( einn sá óálitlegasti biti sem ég hef nokkurn tíma séð ) þá ætlaði hún að láta útistandandi skuld hans falla niður ( heilar 7000 kr sem er mikið fyrir 14 ára gamalt gerpi)...Nú hann tók dílnum....undirbjó sig vel...setti nammi á borðið,tyggjó ( tilbúinn að innbyrgja það strax í kjölfarið )og fullt glas af kóki...opnaði ruslafötuna..JUST IN CASE..ef hann myndi kasta upp....Svo horfðum við öll...skellihlægjandi á gerpið tárast og kúgast við að reyna að koma þessum 7000 kr bita niður....sem endaði náttúrlega með því að allt fór í ruslafötuna...
...s.s..allir græddu....( nema brósi ) Við fengum hláturskast aldarinnar og systa á enn inni hjá honum 7000 kr....
Eftir herlegheitin sagði brósi...; Þetta er ógeðslegt...eins og að tyggja þurrt nautakjöt EN ÞAÐ VAR SAFI....hehe...smá ammmmmoníak...skaðar engan....

Til þess að bæta aðeins fyrir þetta...skeltum við systkinin okkur í bíó og sáum GOTHIKA svo þeir sem væru enn svangir gætu fengið sér popp og kók!
Fínt kvöld!