30.1.04

Ég bara dýrka þessar skemmtilegu vinkonur mínar sem hafa upp á alls konar skemmtilegheitum á netinu...
Hér er minn rauði fallegi heimur...(eftir að hafa fengið að setja inn tvö flugvallarstopp varð heimurinn minn miklu fallegri ). Ég hef séð 7% af þessum stóra heimi...93% eftir...þarf að fara að setja í 5 gír...annars verður hlutfallið 14% um 60 og 21% um 90 sem er afar slappt!! afar afar..slappt..



create your own visited country map

En eins og ég segi ....miklu skemmtilegri % tala ef ég fengi að merkja við hversu OFT ég hef farið út...og mér finnst að Álandseyjar eigi að vera SJÁLFSTÆÐ ÞJÓÐ...En mæli eindregið með þeirri eyju...hægt að ganga út um allt...og týnast án þess að vera í raun og veru týndur...Marihaven ( minnir mig ) snotur bær...fer þangað aftur í ellinni...Skelli mér í siglingu með ohh...hvað heita þessi skip aftur..ekki var það Vasa ;)...eitthvað vaff....jú VIKING LINE...
Ótrúlegt að sjá svona stór skip við höfnina á Marihaven eða hvað sem það aftur hét...ekki satt Díva???...Við fórum jú þangað forðum daga...skemmtileg ferð það ;)

Usss..og svei svei..ef ekki hefði verið fyrir Dívuna hefði % talan mín aldrei hækkað...hvað er eiginlega að mér!!...Álandseyjar tilheyra Finnlandi...svo nú hef ég heimsótt 18 lönd og 8% allra landa í heiminum...sem er sko MIKLU FLOTTARI TALA...Takk Díva ;)