26.1.04

Góða kvöldið!
Enn og aftur sit ég hér við tölvuna að nóttu til....það er eitthvað við nóttina sem hrífur mig. Mér líður vel að vaka þegar aðrir sofa ;).

Helgin var hin fínasta og náði ég að eyða dágóðum tíma með Ladý Mary LOKSINS.... ;) Fór í megaafmælispartíið hjá Brynku.....það var ekki gaman.....nei...það var GEÐVEIKT......;) Sungið,spilað og mikið hlegið...kvartað undan hávaða...bara svona eins og alvöru partí...og ælufatan notuð sem klakabox sem var líka fínt....

Nú....laugardagskveldið var einnig ÚT AÐ DJAMMA KVÖLD....fór í mat til foreldra Ladý-arinnar og það var sko GÓÐUR matur..og skemmtilegur félagsskapur. Sátum og spjölluðum um heima og geima þar til pabbi Ladý-arinnar bara skikkaði okkur út á djammið ;) .......ég þarf sko að fara að gera eitthvað í þessu .....orðið háalvarlegt mál þegar maður þarf að láta skipa sér á djammið ....ég er allt of mikill félagsskítur.....þarf að breyta því hið snarasta....Kannski ég flytji bara inn til Ölmu og Steingríms....þá allavega get ég verið viss um að fara út a.m.k. aðra hvora helgi og þá BÁÐA DAGANA ;) sem gerist ALDREI !!!....EN GERÐIST NÚNA ;)....Þökk sé foreldrunum...

Allavega við litum út í kuldann í nokkra klukkustundir en vorum á rólegri nótunum enda eflaust enn að ná okkur eftir fyrra kvöldið....en bara fínt kvöld.....hitti systu og hennar vini sem voru í góðum sköpum...

Nú.....hmmm....nei ég er hætt..þetta er gott í bili....í háttinn með þig stelpa!!!!