19.2.04

Ég fékk launamiða inn um lúguna í dag....þar sem mér er tjáð að ég hafi unnið mér inn fyrir einhverjum krónum hjá fyrirtæki sem ég bara kannast ekki við að hafa unnið hjá!!!....Ok...annað hvort er ÉG orðin alzheimerssjúklingur á háalvarlegu stigi eða einfaldlega sé um furðuleg mistök að ræða...því ég er nú eina KBV á landinu!!..Thank you very much...

Annars er allt ágætt að frétta....loksins um helgina var draumastarfið mitt auglýst...og mun ég sko sækja um ...

Gleymdi að loka glugganum hjá mér í nótt svo kvefpestin kom aftur í heimsókn...er að reyna að hunsa hana....því ég NEITA að leggjast í rúmið í þriðja sinn á þessu ári!!.....Ef þetta heldur svona áfram hjá mér þá þarf ég einfaldlega að fá mér einkahjúkrunarkonu, au-pair eða ná í gamla bangsann minn í geymslu....því ég er orðin leið á að hanga alltaf ein í þessu volæði..

Til þess að reyna að hunsa þetta kvef mitt ætla ég að skella mér á Vetrarhátíðina..sem hefst í kvöld...fullt af skemmtilegum uppákomum...
Glæpaganga um miðbæinn,skjálýsingar á hafnarbakkanum...jazzhátíð á Hressó...( sem by the way selur besta kakóið í heimi!)

En talandi um kaffihús þá uppgötvaði ég um daginn ,,NÝTT" kaffihús ...sem er kannski ekki frásögu færandi á þessum klaka þar sem ný kaffihús opna nánast daglega...nema jú...ég held að þetta kaffihús sé búið að vera til í 100 ár!!....(eða eitthvað)
Ógeðslega kósý og þjóðfræðilegt ;) ....er búin að fá leyfi hjá eigendum um að mega eigna mér eitt hornið... Tíu dropar heitir það...mæli eindregið með því!

Fór á skemmtilegan fyrirlestur í gær sem fjallaði um matarsiði í brúðkaupum til forna....allt frá miðöldum til dagsins í dag....Menn kunnu sko að halda alvöru veislur í denn....algengt að brúðkaupsveislur stæðu yfir í þrjá daga...og sumar heimildir greina jafnvel frá tveggja vikna hátíðarhöldum!!!.....Veislurnar gengur jú auðvitað út á drykkjuskap að íslenskum sið og var drukkið út í eitt.....ein heimild greinir frá því að presturinn hafi orðið svo fullur að það gleymdist að gefa hjónakornin löglega saman....en það hafði víst ekkert haft áhrif á þeirra samband þar sem þau unnu við sitt í ,,syndugri sambúð" til dauðadags...

Í þessum veislum var einstaklingum raðað niður eftir stöðu þeirra í samfélaginu....Heldri manna fólk fékk bestu sætin,besta matinn og besta stellið...En ég hafði nú aldrei pælt í því að menn áttu náttúrlega ekkert 50 manna matarstell á þessum tíma ;) svo þetta hefur sko verið þvílíkt mál að fá lánað út um allar sveitir. Í veislunni voru svo framreiðslumenn sem báru ábyrgð á ákveðnu stelli ( ekkert postulín ..ó nei...tin og viðarstell ;)...þar sem það var víst títt að menn stálu þessu bara....Svo var algengt að boðflennur mættu til veislu til þess eins að valda usla......s.s..eilíft stuð...í gamladaga....

Ég gæti lengi haldið áfram að telja upp áhugaverðar staðreyndir um þessi hátíðarhöld en læt hér staðar numið....