23.3.04

Ég get ekki orða bundist...Er komin í heilagt stríð við DV...
Þvílíka siðferðisblindu hef ég vart séð á mínum æviferli!!!!....Ég er ekki á móti málfrelsi svo síður sé...en aðferðir DV öfgamanna er ekki að mínu skapi.....

Sem betur fer er ég ekki ein um þessa skoðun og finnst mér vera töluverð uppvakning á meðal landsmanna gagnvart þessum ,,ofsafjölmiðli" með þá sápuóperuskáldskaparogsiðblinduöfgamenn þá Illuga og Mikael við stjórn. En þeir félagar hafa nýlega fundið sér skemmtilegt leiktæki í sandkassa sínum og hafist handa við að draga fram hvern þann sora sem hægt er að finna á meðal breyskra einstaklinga í þeirri von um að græða smá aur........

Ég þarf ekki að nefna hvaða fréttir hafa farið fyrir brjóst mitt því sá sem hefur séð til forsíðuauglýsinga DV manna veit alveg hvað ég er að tala um....

Undanfarnar vikur hefur maður horfst í augu við ömurlegar forsíður og fyrirsagnir sem settar eru til þess eins að SELJA SEM MEST ....Með slíkum birtingum er um leið verið að rústa fjölskyldulífi margra einstaklinga. Birtar eru stærðarinnar myndir af mönnum sem hafa framið glæpi ásamt ítarlegum upplýsingum um heimilisaðstæður,fjölskyldutengsl og saklaust fólk nafngreint...jafnvel gefnar upplýsingar um búsetu!!!.......Reynt er að gera sem mest úr fréttinni svo landinn geti að minnsta kosti tengt sig strax við einhvern sem þekkir einhvern sem þekkir viðkomandi glæpamann....Þá fyrst verður svo gaman....því þá er hægt að smjatta á þessu til dauðadags!!!....

Ég vil ekki svoleiðis samfélag og mótmæli þessari þróun. Mér finnst hún ekki farsæl lausn við meðhöndlun sakborninga eða við að upplýsa glæpi....við erum svo heppin að hafa einmitt stofnun sem sér um slík málefni fyrir okkur en þar vinna einstaklingar sem VITA hvernig meðhöndla skal upplýsingar....hvernig vinna eigi úr þeim... Þeir hafa menntast til þess og kallast rannsóknarlögreglumenn.....

Ef DV menn hyggjast fela sig á bak við sinn fréttaflutning með því að segjast stunda rannsóknarblaðamennsku þá þarf blaðamannafélagið virkilega að fara að setja sér siðareglur gagnvart meðhöndlun upplýsinga!!...

Á Íslandi viðgangast ekki dauðarefsingar....menn sem fremja glæpi eru settir inn í þeirri von um að hægt sé að skila þeim út í samfélagið að lokinni afplánun með það fyrir augum að þeir hafi betrumbætt sig...Þeir fái tækifæri til þess að fóta sig að nýju í lífinu....þeir borga sína sekt...þannig virkar það hér á landi og hefur tíðkast síðan við hættum að senda glæpamenn inn til fjalla þar sem þeir voru réttdræpir.

En DV menn virðast ekki sáttir við þær staðreyndir og reyna nú hvað þeir geta að stuðla að fækkun fólksfjölda hér á landi með því að gera ólánsmönnum og fjölskyldum þeirra lífið leitt með ærumeiðandi fréttaflutningi. Þannig koma þeir í veg fyrir að ólánsmenn geti snúið blaði sínu við.....DV menn hafa sett sig í hlutverk böðulsins ,deila nú út byssum og skotum til þeirra sem á vegi þeirra verða....,,Gjössuvel....fáum við ekki einkabirtingu??"....FÍN AFTAKA!

Eru skuldir heimilanna svo miklar að lágkúrulegir einstaklingar eru farnir að vinna í aukavinnu hjá DV með því að senda inn hin ömurlegustu fréttainnskot í von um skjóttan 3000-7000 króna gróða??..sem jú gæti orðið að 10000 króna gróða ef maður er svo heppinn að hafa sent inn ,,besta" = lágkúrulegasta fréttainnskot vikunnar...

Við Íslendingar látum ekki bjóða okkur hvað sem er....og sækjumst ekki eftir USA lifnaðarháttum eða hræðslusamfélagi þar sem enginn er óhultur...neikvæðar og niðurdrepandi fréttir daglega....sorinn í öllu sínu veldi...

Sem betur fer eru margir Íslendingar með fína siðferðiskennd og neita að fjárfesta í þessum sora....sumir hafa sagt upp áskrift sinni í kjölfar þeirrar stefnu sem blaðið hefur tekið og veit ég dæmi um að þeir sem hafa fengið blaðið ókeypis inn um lúguna hjá sér hendi því.....enda ekki klósettpappírsvirði...

Ég hins vegar í mínu heilaga stríði við DV er að safna sorablöðunum saman því ég mun gera mér ferð niður í DV hús og afhenda þeim þessar ógeðsfréttir sem berast nú inn um lúguna hjá mér án þess að ég hafi nokkurn tíma viljað fá þær!