22.2.03

Megasukk....


Ég gerði nokkuð í fyrradag sem ég hef aldrei gert áður en það var að skella mér á tónleika á 22 þar sem Megasukk sungu og trölluðu í næstum því þrjár klukkustundir ....Og það með múttu og hennar manni þau voru svo góð að taka mig út og viðra mig smá..!!!!!........
En þetta var merkileg upplifun....Ég að vísu fíla Sukkið vel...eeeen...Meggi karlinn...hmm..hann er listamaður..það er óhætt að segja það....það skipti ekki máli þó hann gæti ekki pikkað rétt á strengi,haldið rétta takti...eða sungið sama texta og Sukkið...fólkið dýrkaði hann samt....Hann var meiri að segja með stjörnustæla og var eitthvað að dissa ljósamanninn...sem honum fannst pína sig í allt of sterku sviðsljósi......En þetta var hin fínasta skemmtun....Hin yndislega dásamlega og stórkostlega vinkona mín hún Brynka fílar þá í ræmur en það hafði ég ekki hugmynd um....maður er alltaf að læra meira og meira um vini sína..hmm....þegar Meggi byrjaði að syngja voru tárin farin að leka niður andlitið á mér......fólk hefur án efa haldið að ég væri svona hrærð....en það var langt frá því..reykjarmökkurinn þarna inni var alveg að drepa mig..ég hélt ég myndi ekki hafa þetta af og yrði að yfirgefa skemmtunina.....en þar sem það var frekar þröngt á þingi dirfðist ég ekki að yfirgefa sætið mitt og hallaði aftur augunum,safnaði smá vökva í augun og hreinsaði þau....fín leið..sko mæli með henni....
Það sem var einnig kostulegt við þessa tónleika var FRÚ ein sem var meðal áhorfenda....hún hélt þvílíkt show fyrir okkur að annað eins hefur örugglega ekki sést á Megasukki ....ég held að fólk hafi annað hvort HATAÐ hana eða ELSKAÐ...ég féll í seinni hópinn...hún var eitthvað svo sæt og geislandi hamingjusöm...þar sem hún stóð í síða svarta kjólnum sínum með stóra þunga krossinn um hálsinn og þungu skartgripina hægri vinstri....já hún stóð og söng og kallaði og hló og hafði bara gaman af.....skellti sér upp á svið en varð um leið kaffærð af DJ-inum sem hélt upp þvílíkri skemmtun áður en tónleikarnir hófust....( ég elska hann líka...hann spilaði Stóð ég úti í tunglsljósi.... ; ) )......allavega fannst mér þetta hin ágætis uppákoma hjá henni.....alltaf gaman af lífsglöðu fólki ( þrátt fyrir að það sé í glasi ) en um leið var merkilega gaman að fylgjast með viðbrögðum fólks gagnvart henni...sumir hlógu..aðrir roðnuðu...enn aðrir fussuðu og sveiuðu og voru nánast stokknir á fætur til þess að hamra á henni...en allt fór vel að lokum..og hún dróg eilítið úr þessu er tónleikarnir hófust ;) .....

Allavega ætla ég eftir þessa tónleika að fjárfesta í sukkinu og lesa texta Megga gamla...það er víst
Góða nótt....