11.11.03

Hæ hæ ....Ég er sko þvílíkt sæl núna..komin með deit á jólahlaðborðið....Var nú farin að hafa áhyggjur af því að verða EINI EINSTAKLINGURINN...og í örvæntingu auglýsti ég eftir einhleypum vinum,pöbbum,öfum,kunningjum og ja...bara allra kk kvikindum ;) ......Fékk rosa flott tilboð áðan og er sko vel sátt...Verð með flottasta deit EVER....En ég verð nú að viðurkenna að ég vona að amma fari ekki á sama jólahlaðborð og ég......Deitið mitt myndi staðfesta frekar hennar hugmyndir um MIG......;)

Það er bara of mikið að gera þessa dagana og FULLT FULLT af skemmtilegum uppákomum í þessari viku.....t.d..Haustfundur leiðsögumanna í kvöld á þessum stað og svo ÓKINDARKVÖLD fimmtudaginn 13.nóvember á þessum stað. Segi ykkur betur frá því á morgun......en uppákoma sem engin má missa af ;)......nú..á föstudaginn þá fara þjóðfræðinemar í bæjarferð með þessum aðila og verður svaka gaman að fá að sitja í farþegasætinu ...ef ég fer...;) og og og ....svo laugardaginn þá sko stendur til boða að fara með þjóðfræðinemum EÐA leiðsögumönnum í ferð á slóðir drauga......Sem sagt nóg að gera í félagslífinu....EN þar sem ég er að skrifa á fullu þessa dagana þá má ég víst ekki velja þetta allt því það þýðir að tvö kvöld, einn eftirmiðdagur og einn heill dagur er farinn til ,,spillis" svo ég ætla að velja A.M.K.....Ókindarkvöldið....enda verður einn uppáhalds kennarinn minn sem gerði þessa bók þar með áhugaverða mynd sem hann gerði um kórenskt pönk ;) .......

P.S...
Svör við ritgerðinni góðu sem ég þurfti að gefa mér einkunn fyrir....

ÉG: 8
Hann: Þú ofmetur þig....EN þú getur náð þessari einkunn MEÐ því að vinna betur í ritgerðinni.....Þú ert með ÁGÆTIS grunn.....

Svo mörg voru þau orð....
En við höfum nú öll saman viku til þess að lagfæra svo ég er bjartsýn......og þið líka!!!....
I'll keep you posted on this subject....:Þ