12.11.03

Jæja..gott fólk...er ekki enn búin að fá upplýsingar um Ókindarkvöldið...svo ég þarf bara að notast við minni mitt...

S.S....Skemmtunin byrjar kl 20:00 í Iðnó...og hefst með sýningu á heimildamynd um kórenskt pönk eftir Timothy R.Tangherlini. Erpur ætlar að mæta á svæðið og rappa fyrir okkur og einhverjar dauðarokkhljómsveitir ætla að gera slíkt hið sama...held nú samt að þær muni ekki rappa...en ég hef grun um að dróttkvæðin komi eitthvað við sögu í þeirra flutningi...og og og..Steindór karlinn mætir líka og ætlar að ,,rímnast" eitthvað...s.s..voða voða gaman og áhugavert..Svo var eitthvað meira sem ég bara man ekki....Miðaverð er 500kr ...jamm..ákvað að koma þessu svona nokkurn vegin til skila þar sem ég lofaði því....alltaf að standa við allt sem maður lofar...nema þegar maður getur það ekki....
Ok..svo eitt sko!!!..Veit nú ekki hvað er AÐ MÉR....búin að týna fram allt spennandi sem er að gerast þessa vikuna og gleymi AÐALATRIÐINU!!!.....TODMOBILE tónleikar með Sinfó....á föstudaginn....bara gaman....lét fjárfesta í miða fyrir mig .....langt síðan ég hef farið á tónleika.....

hmm..var það Meatloaf..árið...nei...hmm.....síðustu tónleikar? Úff...ætli það hafi ekki bara verið Sigurrós....held það bara...annars er ég svo gleymin...man aldrei neitt...En það var samt gaman..man eftir því...FÓR EIN....ótrúlegt fólk sem maður þekkir....eina manneskjan sem gat hugsað sér að koma með mér bjó í U.K!...en ég fékk hákarl og það var fjör...sitja og hlust á tónleika með hákarlspoka í fanginu....ekki vinsæl ;) ...
Ætli Todmobile bjóði upp á hákarl til sölu á föstudaginn??....