12.12.03

SKreytum hús með gullnum greinum....falalalala...falalala...Ég er bókstaflega að úldna úr þreytu...ef það er hægt. Fór að sofa að ganga hálfsex og vaknaði ,,sprækur sem lækur" ( svona leðjulækur sem liðast hægt áfram..ekki svona fersk lind..neeei....) þremur og hálfum tíma seinna...sit stjörf við skjáinn og bíð eftir að klukkan nálgist 13:00 ...afhverju?? Jú jú...þá get ég skilað af mér þessum fimm lúsers blaðsíðum sem mér hefur tekist að pára undanafarna VIKU!!!....sem er glatað....En ef maður horfir á björtu hliðarnar ( sem á alltaf að gera ) þá náttúrlega hef ég með þessum fimm blaðsíðum náð að klára
Tuttuguogeina blaðsíða sem þýðir aðeins að það eru u.þ.b. þrjátíuogníu eftir...jibbííí...eehh...
ÞRJÁTÍUOGNÍU...hvað í ósköpunum á ég að segja á þrjátíuogníu blaðsíðum....tuttuguogníu...jamm..það er sko frekar vænlegra....enda skil ég ekki hvar ég hef fengið þá flugdettu í kollinn að ég þurfi að klára 60 blaðsíður fyrir 6 eininga ritgerð...hmm....algjörlega minn eigin tilbúningur....

Skiladagurinn er komin og er ákveðið að ég skili párinu mínu sama dag og kertasníkir hunskast aftur heim sem þýðir einfaldlega að jólin fara í skriftir ( vissi það nú innst innst innst inni ....mín þekkir mína vel ) En þar sem mín þekkir mína svona vel þá veit mín líka að jólin eiga engu að síður eftir að vera ánægjuleg þar sem mín mun njóta sín til hins ítrasta......sem minnir mína á það....ÉG SKREYTTI Í GÆR.....yess....kláraði að skreyta..nú á ég bara eftir að setja upp hið eðal gulljólatré sem er sko fallegasta glingurjólatré í heiminum og þá er allt komið....búin að skrifa jólakortin...( gerði það í nóvember....aldrei þessu vant snemma á ferðinni) búin að kaupa nokkrar jólagjafir...sumar í sumar....(hehe..þetta fínst mér fyndið...sumar í sumar...segir meira til um mitt andlega ástand núna ) svo ég er bara í ágætum málum....

Spjallaði við þessa stúlkusnót í gær en hún einmitt kemur heima á klakaskerið á laugardag eftir viku!!!!...og fer næstum því beint í partí til Ásu Láru ofureiginkonu og móðir GLÓKOLLS ....og Kristjáns ofureiginmanns og föður GLÓKOLLS.....Jáhá....ég hlakka ekkert smá til....Við bottomið ætlum að skella okkur á þessa mynd....skil ekki afhverju við fórum á hana í sitthvoru lagi ....þegar við vitum best að okkur er ætlað að fara á svona myndir saman....svo við ætlum að bæta það upp með því að fara aftur....aldrei hægt að sjá góðar og væmnar og hugljúfar og sætar myndir of oft....

Jæja....klukkutími þar til ég get farið að rölta í aftökuna....