3.12.03

HEIMA ER BEZT!!!!
Núna er ég alltaf heima...voða heimakær...húsmóðir...lærandi hús...Nei!!..Hvað er ég? Ég veit ég er allavega ekki móðir...ekki frú...ég er Húsfröken...hin lærandi húsfröken...
Ég uppgötvaði mjög fljótlega að það er ekkert gaman að vera í hlöðunni...svo stofnannalegt...Svo núna er ég búin að gera megagóðasamning við sjálfa mig sem heitir EfþúverðurduglegBerglindaðlæraþámáttuveraheimahjáþéraðlæra.
Ekki samt misskilja mig...hlaðan er fín að einhverju leiti...En allavega hér koma nokkra vangaveltur afhverju heimilið mitt sé ákjósanlegri staður fyrir mig til þess að læra....


1) Heimilið mitt er bara fínna sko...

2) Styttra á salernið ( sem er N.B. HREINNA og er ekki með svona ljótum hallærislegum málverkum úr fjöldaframleiðslubyrgi Tolla ( sorrý Tolli..fínar hestamyndir hjá þér alltaf...ha.......hmm.:0)....ok..Mona Lisa var inni á baði á sínum tíma..en persónulega finnst mér það ekki við hæfi að hengja upp listaverk inni á baði hjá öllum gerlunum...þau falla í verði. )

3) Miklu fjölbreytilegra og ódýrara mötuneyti heima hjá mér og ég þarf ekki að borga 500 kr í hvert sinn sem ég verð oggupínuponsusmá svöng...Sú tilfinning að verið sé að ræna mig and æ læk it fékk mig til þess að líða eins og hálfvita. Sú tilfinning er algjörlega horfin eftir að ég fór að versla við sjálfa mig.

4) Ekki jafn erfitt að komast í tölvurnar því elskulega aldagamla tölvan mín stendur sig eins og hetja mér við hlið....Í gegnum súrt og sætt uns dauðinn aðskilur okkur HÚN ER MÍN...svo getur maður líka skroppið í heimsókn á óvænar netsíður sem maður gerði ekki í hlöðunni þar sem mér bókstaflega LEIÐ ILLA..vitandi af biðröðinni sem beið alltaf eftir því að komast í tölvur.

5) Jæja..í fimmta lagi þá þarf ég ekki lengur að láta illa upp aldna nema pískra og hvísla í nálægð við mig get bara einbeitt mér að eigin hljóðum og hvíslast við sjálfa mig þegar það á við...þ.e..Í PÁSUM!!!

6) Ég get gengið um berfætt heima...nice....var á sokkunum uppi í hlöðu af tillitssemi við aðra...og fékk samt ,,the evil eye"

7) Ég get BORÐAÐ fyrir FRAMAN TÖLVUNA....og DRUKKIÐ....sem getur verið hentugt þegar mikið er að gera.

Ég gæti vel haldið áfram en pásan er búin....verð að fara eftir reglum annars verð ég send upp í hlöðu...Það hefur sína kosti og galla að vera heima...en aginn drepur engann ( svo framarlega sem ég veit ).

Kannski það eina sem ég sakna er að heima hjá mér eru engir sætir strákar...en þeir voru hvort sem er ekkert svo sætir uppi í hlöðu..var það nokkuð??? Allir sætu voru fráteknir..jamm....og þó ég hitti ekki eins mikið af fólki...þá allavega get ég farið út í búð og spjallað við búðarkonuna og póstkonuna í sömu andrá!!!...það geta sko ekki margir..ha...ha...