7.12.03

Dömubrúskur eða Dömuslor???
Ákvað að blogga núna þar sem klukkan er eftir miðnætti...það er eingöngu gert til þess að hrista aðeins upp í þessu hjá mér þar sem ég virðist blogga alltaf á svipuðum tíma...vil ekki vera svona fyrirsjáanleg ;)
Allavega..ég hafði líka um mjög mikilvægt málefni að ræða...við ykkur stúlkur!

Sko..Dömubindi....HVERT ER MÁLIÐ????
Pælið í þessu orði...Dömu-Bindi...ég er bara ekki sátt við þetta orð..bindi..svo ég leit í orðabókina og varð ekkert sáttari...(kvót)

bindi-->....breitt band eða borði .....knippi

Svo ég leit í samheitaorðabókina og sá orðið....knippi... og þá varð ég sko hlessa...
knippi --> böggull, kerfi,kippa

Dömuböggull...
Dömukerfi
Dömukippa..

.....................og ..OG..OG..OG ..svo stóð brúskur


BRÚSKUR!!!!.....Ok..þarna var ég bara orðin REIÐ...en ákvað að fletta upp orðinu BRÚSKUR...og þar stóð...HÁRTOPPUR,SKÚFUR,HEYTUGGA...og jú eitt fornt orð..SÓPUR......

Dömuskúfur
Dömuhártoppur
Dömuheytugga
Dömubrúskur
Dömusópur


Nú var úr vondu að velja....ugla sat á kvisti...

Skúfur = þar stóð fullt...eins og ....langur dúskur úr mörgum þráðum....óæt innyfli fisks ( slor )....og ég vissi nú eiginlega ekki hvort ég ætti að velja...svo ég ákvað bara að kanna hvort hin enska tunga myndi aðstoða mig eitthvað í þessari erfiðu könnun minni í gegnum orðabækur...

Sanitary napkins...
Sanitary towels.....

Ok...ok...
Dömu"munnþurrka"??....British....bleyja...
Dömuhandklæði........Say no more...

Ég bara mótmæli þessum orðum og óska hér með eftir uppástungum!!!