31.3.04

Jæja..þá er það hér með opinbert -- Ég fékk EKKI draumastarfið!!!...hnuss og svei svei...ekki einu sinni VIÐTAL....samhliða því að vera orðlaus þá er ég jafnframt oggupínuponsusmá MÓÐGUÐ......sniff.....ég meina...C'EST MOI...;)...jamm..fyrsta sinn sem mér er HAFNAÐ um vinnu...sniffsniff....kannski kominn tími til...örlaganornirnar hafa ekki ætlað mér þennan vef að spinna....so be it.....það bíður mín eitthvað áhugaverðara handan við hornið....kannski bara blaðamaður á DV???..... :þ

Annars fór ég á mjög svo skemmtilega tónleika í gær þar sem Brynkus mín söng eins og engill....glæsileg uppsetning hjá þeim!!....Furðulegt að ég skuli ekki sækja fleiri tónleika...eins og það er gaman....Ég sat út í sal með gæsahúð og tárin í augunum svo flott var þetta....Mig langaði nánast að fá að syngja með...þarf að fara að skella mér í kór....sem fyrst...

Af kennslunni er það að frétta að ég er bara orðin ansi klár í dönskunni ;) ...tveir dagar eftir af þeirri kennslu og svo bíður mín mjög svo áhugaverð 6 vikna kennsla eftir páska......Og hvað ætlar hún Berglind að fara að kenna þá???.....JÚ hún verður HANDAVINNUFORFALLARKENNARALEIÐBEINANDI.....YESS...ég vissi að hönnunarbrautin mín kæmi mér að gagni einhvern tíma á lífsleiðinni ;)

Annars er ég bara búin að hafa það ,,rólegt" undanfarið...enda þorir maður vart að tjá sig þessa dagana um nokkurn skapaðan hlut....las samt ansi áhugaverða stjörnuspá í dag þar sem mér var sagt...ja eiginlega bara að þegja næstu daga ;)...gat ekki annað en hlegið....og spáinn kom náttúrulega úr þeim miðli sem ég hef hvað gagnrýnt mest ( og ætla ekki að lesa ) .....en þar sem mér var bent á hana þá gat ég nú ekki annað...enda ekki oft sem DV segir manni bara að þegja ;)....